Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Akraness og Hafnarfjarðar. Lið Akurnesinga skipa Bjarni Ármannsson, Guðríður Haraldsdóttir og Sigrún Ósk Kristánsdóttir og fyrir Hafnarfirðinga keppa Sævar Helgi Bragason, Björk Jakobsdóttir og Guðni Gíslason.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Bjargar Magnúsdóttur og Braga Valdimars Skúlasonar. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur kvöldsins eru þau Gísli Einarsson, Jóhannes Ásbjörnsson, Margrét Örnólfsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Skot í samstarfi við RÚV.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þessum þætti halda nokkrir aðstoðarmenn jólasveinanna litla desemberhátíð fyrir flóttamenn og hælisleitendur.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri, Þura og Eysteinn bjóða afa á leiksýninguna "Ólafur Liljurós" í stofunni.