Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Brottvísun hins 12 ára gamla Yazans Tamimi var frestað á síðustu stundu í morgun eftir íhlutun dómsmálarráðherra að beiðni félagsmálaráðherra. Það kom Alberti Birni Lúðvígssyni, lögmanni Yazans, í opna skjöldu þegar lögreglan flutti hann á flugvöllinn í gær. Hann sagði Kastljósi að hann teldi lögregluna hafa farið fram úr sér.
Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri heimferðar- og flutningsdeildar Ríkislögreglustjóra, til okkar og ræddi verkferla og vinnubrögð í brottvísunarmálum.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Valgeir Örn Ragnarsson hefur umsjón með þættinum og fær til sín þau Ingu Sæland formann Flokks fólksins, Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Jóhann Pál Jóhannsson þingmann Samfylkingarinnar. Línur byrjaðar að skýrast fyrir komandi vetur í stjórnmálum.
Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem úrvalslið gleðigjafa takast á í léttum og fjörugum spurningaleik í anda Gettu betur. Spyrill: Guðrún Dís Emilsdóttir. Dómari: Örn Úlfar Sævarsson. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson.
Matthías Már Magnússon tekur á móti tónlistarfólki sem veitir innsýn í líf sitt og flytur nokkur af vinsælustu lögunum sínum í bland við nýjar ábreiður. Í þáttunum fá áhorfendur að sjá nýjar hliðar á mörgu af áhugaverðasta tónlistarfólki landsins. Þættir frá 2021.
Guðjón Friðriksson og Egill Helgason leiða áhorfendur um söguslóðir í Kaupmannahöfn. Borgin við Sundið var um aldaraðir hin eiginlega höfuðborg Íslands. Þangað leituðu Íslendingar til náms, starfa og fræðiiðkana, en Kaupmannahöfn var líka miðstöð verslunar Íslendinga. Við kynnumst Íslandskaupmönnum, stúdentum, sérvitringum, skáldum og stjórnmálamönnum, en líka fólki sem fór til Hafnar að afla sér iðnmenntunar eða einfaldlega til að freista gæfunnar. Víða í borginni leynast sögur af Íslendingum. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Egill og Guðjón fjalla um dönsku konungana sem ríktu yfir Íslandi og voru lengst af heldur fjarlægir. Þeir fara einnig á slóðir ævintýramannanna Jóns Indíafara og Guðmundar Andréssonar, sem datt úr Bláturni beint í faðm konungsfjölskyldunnar. Þeir skoða kauphöllina, þar sem var verslun með íslenskar vörur, og skyggnast eftir Brimarhólmi, þar sem margir íslenskir sakamenn áttu illa vist.
Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins.
Mikil umræða hefur verið að undanförnu um ungt fólk í samfélaginu. Hún hefur að miklu leyti snúist um ofbeldi og vanlíðan en spurningin er hvort verið sé að draga upp of dökka mynd. Á Torginu var hópur ungs fólks til svara um þeirra líðan, samfélagið sem þeim hefur verið búið og leiðir til að bæta það.
Sænskir leiknir heimildarþættir frá 2023. Farið er yfir sögu Svíþjóðar frá ísöld til dagsins í dag. Yfir 300 sérfræðingar komu að gerð þessarar tíu hluta þáttaraðar þar sem sögulegir viðburðir eru endurskapaðir. Sögumaður: Simon J. Berger. Leikstjórar: Niklas Fröberg og Niklas Vidinghoff.