Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þetta skipti eigast við lið Fjallabyggðar og Fjarðabyggðar. Fyrir Fjallabyggð keppa Inga Eiríksdóttir, Þórarinn Hannesson og Guðmundur Ólafsson og lið Fjarðabyggðar skipa Kjartan Bragi Valgeirsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Einar Ágúst Víðisson.
Í þessari tíu þátta röð spjallar Ásgrímur Sverrisson við íslenska kvikmyndaleikstjóra um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum og rætt um hugmyndirnar sem að baki verkunum liggja.
Í þessum fimmta þætti ræðir Ásgrímur við kvikmyndaleikstjórann Friðrik Þór Friðriksson um feril Friðriks og þeir skoða saman brot úr myndum hans. Sýnd eru brot úr myndunum Skytturnar, Börn náttúrunnar, Bíódagar, Cold Fever, Djöflaeyjan, Englar Alheimsins og Fálkar.
Sænsk heimildarþáttaröð í þremur hlutum um streitu og kulnun í starfi hjá ungum konum, en á undanförnum árum hafa kulnunareinkenni aukist hjá ungu fólki og sérstaklega hjá konum.
Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.
Eftir að hafa dvalið í upphæðum söngsins í síðasta þætti er kominn tími til að stíga niður á jörðina. Jafnvel ofan í jörðina! Við fræðumst um leyndardóma hljóðfærasmíðinnar, siðspillandi áhrif hljóðfæra og hlýðum á tónlist sem á að hljóma falskt.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Gylfi Þór Þorsteinsson virðist alltaf vera í góðu skapi, en hann hefur lent í ýmsu og er tilbúin að segja sögu sína. Gylfi Þór umsjónamaður sóttvarnarhúsa er gestur Sigurlaugar Margrétar í Okkar á milli.
Hver skrifar sögu okkar? Það fer eftir ýmsu, svo sem þjóðerni, kyni eða uppruna, og sama atburði má lýsa á marga mismunandi vegu. Fornleifauppgröftur, nýjar rannsóknir eða annar tíðarandi getur líka valdið því að sagnfræðin verði endurskoðuð. Emma Molin og Özz Nûjen hjálpa okkur að sjá fleiri en eitt sjónarhorn á sögunni.
Broddi og Oddlaug eru litlir broddgeltir, sem elska að fara út og kanna heiminn. Þau eru yfirleitt bestu vinir og skemmta sér saman í hinum ýmsu leikjum.