Stuttir þættir þar sem áhorfendur fá ráð um hvernig hægt er að endurnýta gamla hluti og gæða þá nýju lífi.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Að þessu sinni eigast við lið Grindavíkurbæjar og Borgarbyggðar. Fyrir Grindavíkurbæ keppa Bergur Þór Ingólfsson, Rósa Baldursdóttir og Ásgeir Berg Matthíasson og lið Borgarbyggðar skipa Kjartan Ragnarsson, Nanna Einarsdóttir og Haukur Júlíusson.
Danskir heimildarþættir þar sem sex pör sem hafa verið gift í fjölda ára deila sögum úr hjónabandinu. Hvernig er það að eyða meirihluta ævinnar saman? Er hægt að elska sömu manneskjuna allt sitt líf?
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Fyrsta Kilja haustvertíðarinnar er á dagskrá RÚV miðvikudagskvöldið 2. okt. kl. 20.05. Í þættinum verður rætt við rithöfundinn Salman Rushdie, handhafa bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness. Finnski höfundurinn Satu Rämö er búsett á Ísafirði, hún talar reiprennandi íslensku, og hefur slegið í gegn með spennusögunni Hildi - Satu er gestur í þættinum. Gerður Kristný segir frá nýrri ljóðabók sinni sem nefnist Jarðljós og flytur kvæði úr bókinni. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson ræðir við okkur um bók sína Með harðfisk og hangikjöt að heiman, en þar segir frá þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikunum í London 1948. Frá hinu nýfrjálsa ríki fór fríður flokkur en það var skortur á ýmsu enda stutt liðið frá styrjöldinni miklu. Og fræknasti íþróttamaðurinn var á valdi Bakkusar. Rýnar þáttarins fjalla um þjár bækur: Voðaverk í Vesturbænum eftir Jónínu Leósdóttur, Þessa djöfulsins karla eftir Andrev Walden og Hníf eftir Salman Rushdie.
Danskir heimildarþættir. Markaðssetning áhrifavalda er orðin að iðnaði sem veltir milljörðum. Við fylgjumst með þremur farsælum umboðsmönnum sem gera ábatasama samninga milli eigenda vörumerkja og áhrifavalda.
Nýir þættir sem fjalla um hringrásarhagkerfið, þar sem hlutir og hráefni fara í hring og eins manns rusl verður annars fjársjóður. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Framleiðsla: Republik.
Er hægt að byggja hús úr rusli? En hampsteypu eða hráefnum sem voru einu sinni í öðru húsi? Eru gömul húsgögn jafngóð og ný?
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Háværa ljónið Urri og félagar ferðast í gegnum frumskóginn. Á leiðinni lenda þau í skemmtilegum ævintýrum og þurfa að takast á við áskoranir og leita lausna í sameiningu.