Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Framundan er stormasamur vetur í íslenskri pólitík eins og kom glöggt fram í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær. En hvert er planið, munu stjórnarflokkarnir ná saman um helsu málefnin og hvað ætlar stjórnarandstaðan að gera. Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Kristrún Frostadóttir mættust í Kastljósi.
Salman Rushdie er einn mikilvirkasti rithöfundur samtímans; verk hans eru talin meðal áhrifamestu bókmenntaverka síðustu aldar, hann er hlaðinn verðlaunum og viðurkenningum og hefur haft mótandi áhrif á hugmyndir samtímans um málefni innflytjenda, trúarbrögð, stéttskiptingu og tungumál. Hann hlýtur alþjóðleg bókmenntverðlaun Halldórs Laxness í ár. Við ræddum við Salman um árásir sem hann hefur orðið fyrir, mikilvægi tjáningarfrelsis og stríðið á Gaza.
Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem úrvalslið gleðigjafa takast á í léttum og fjörugum spurningaleik í anda Gettu betur. Spyrill: Guðrún Dís Emilsdóttir. Dómari: Örn Úlfar Sævarsson. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson.
Foreldrar: Halldóra Geirharðsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir og Felix Bergsson.
Börn: Agnes Björt Andradóttir, Guðmundur Felixson og Steiney Skúladóttir.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.e.
Íslensk heimildarþáttaröð í fjórum þáttum. Þótt meirihluti landsmanna búi í þéttbýli býr sumt fólk á stöðum þar sem náttúran hefur meiri áhrif á líf þess en gengur og gerist. Í þessari þáttaröð greinir fólk frá ýmsum stöðum á landinu frá ástríðu sinni fyrir því, hvers vegna það kýs að búa utan þéttbýlis og hvað veldur því að það vill hvergi annars staðar búa. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon og Lára Ómarsdóttir.
Arnar Ingi Tryggvason átti þá ósk heitasta þegar hann var strákur að verða bóndi. Þegar hann var á þrítugsaldri gafst tækifærið og hann greip það. Hann settist að í Öxnadal ásamt konu sinni og ungum börnum og bústörfin eiga hug hans allan. Þegar færi gefst röltir hann upp brekkurnar og tæmir hugann. Í náttúrunni finnur hann alltaf eitthvað nýtt og hann fær aldrei nóg af fegurðinni í Öxnadal. Þetta er dalurinn hans.
Árið 2016 voru fimmtíu ár síðan Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar og á þessum fimmtíu árum hefur það sýnt ógrynni af efni allstaðar að af landinu. Í 50 ár eru níu sjónvarpsþættir sem sendir voru út frá vel völdum stöðum á landinu sumarið 2016 þar sem rifjaðar voru upp sögur og svipmyndir af sjónvarpssögu viðkomandi landshluta. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson.
Við rifjum upp hin mannskæðu snjóflóð í Neskaupsstað árið 1974. Við fjöllum um þorskastríðin og hittum mann sem var ráðinn á eitt varðskipanna eftir að hluti áhafnar þess var handtekinn af Bretum. Við förum með Stundinni okkar á Seyðisfjörð, kíkjum á Steinasafn Petru á Stöðvarfirði, heyrum í Sue Ellen, förum í vitjun með héraðslækni, sjáum Lagarfljótsorminn og tökum þátt í þvottabalarallí svo fátt eitt sé nefnt.
Þorir þú að ræða allt við maka þinn? Í þessum norsku þáttum spyrja hugrökk pör hvort annað óvæntra spurninga.
Íslensk heimildarþáttaröð þar sem við heyrum einstakar sögur fólks sem hefur látið gott af sér leiða á óeigingjarnan hátt í gegnum starf sitt eða daglegt líf. Í hverjum þætti eru sagðar sögur tveggja einstaklinga sem hafa lagt sig fram við að bæta og efla samfélagið á jákvæðan hátt. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Í þættinum hittum við Örvar Þór Guðmundsson sem hefur safnað tugum milljóna til hjálpar bágstöddum á undanförnum árum. Við kynnumst einnig Margréti Brandsdóttur sem hefur, með einstökum metnaði og gleði, eflt unga iðkendur í Knattspyrnufélaginu FH.
Sænskur matreiðsluþáttur í umsjón Anne Lundberg og Pauls Svensson. Þau grænvæða vinsæla rétti og skora á kokka að vinna með nýstárlegt hráefni. Jurtaríkið er einungis nýtt að hluta til matar og því er þar enn falin matarkista. Þau ferðast um Skán í leit að hinu óþekkta græna hráefni.
Dana er 9 ára stelpa sem elskar risaeðlur. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún fær gefins handbók um risaeðlur, sem kennir henni ekki aðeins nýja hluti um dýrin, heldur gefur henni ofurkrafta sem gera henni kleift að sjá fyrir sér risaeðlur í raunveruleikanum.
Safn tónlistaratriða úr Stundinni okkar þar sem krakkar eru í sviðsljósinu.
Viktor Freyr syngur lagið Popplag í G-dúr eftir Stuðmenn.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Skemmtiþáttur um íslenska tungu í umsjón Braga Valdimars Skúlasonar og Vigdísar Hafliðadóttur. Þátttakendur etja kappi í fjölbreyttum leikjum og þrautum. Framleiðsla: Skot í samstarfi við RÚV.
Keppendur eru Arnþrúður Dögg Sigurðardóttir, Inga Lind Karlsdóttir, Hugi Jens Halldórsson og Sigmar Vilhjálmsson.
Upptaka frá tónleikum sem haldnir voru í apríl í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því ABBA sigraði Eurovision. Sænskt tónlistarfólk, auk annarra, heiðra hljómsveitina í þessari tónlistar- og nostalgíuveislu sem haldin var í Cirkus í Stokkhólmi.
Hryllingsmynd eftir Ara Aster með Florence Pugh í aðalhlutverki. Christian og Dani eru ungt par sem fara til Norður-Svíþjóðar yfir miðsumarsvöku. Í upphafi virðist allt eðlilegt en þegar líður á kemur í ljós að hátíðin er allt annars eðlis en þau höfðu ímyndað sér. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.