Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Nú leiða saman hesta sína Norðurþing og Reykjavíkurborg. Í liði Norðurþings eru Jóhannes Sigurjónsson, Birgitta Haukdal og Jón Ármann Gíslason og fyrir Reykjavíkurborg keppa Gísli Marteinn Baldursson, Katrín Jakobsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir.
Heimildarþáttaröð í fjórum hlutum um samísku systurnar Maxida och Mimie Märak en báðar eru þær virkar í sænsku rappsenunni og berjast jafnframt ötulega fyrir réttindum Sama.
Í þáttaröðinni ræðir Eva María Jónsdóttir við konur sem hafa rutt brautina í einhverjum skilningi. Konurnar hafa bæði fengist við störf sem teljast hefðbundin karlastörf, fetað hina hálu braut stjórnmálaframa og komið fram með nýjungar á markaði eða í listum. Þær lýsa á mjög fjölbreyttan hátt glímu sinni við starfið, almenningsálitið og löngun til að stækka eigin hugmyndaheim. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Helga var fyrst kvenna til að klára próf í húsamálun á Íslandi. Helga vann við að mála hús að innan og utan í hálfa öld ásamt því að eignast fimm börn og koma þeim á legg. Hún heyrði þó raddir efasemda sem töldu henni hollast að halda sig heima við og sinna fjölskyldunni en lét þær sem vind um eyru þjóta því hún hafði einlæga ástríðu fyrir því að mála og var góð í því.
Dönsk heimildarþáttaröð í þremur hlutum þar sem heilasérfræðingurinn Peter Lund Madsen hittir fólk sem hefur þurft að gjalda þess að hafa ofreynt sig andlega.
Peter Lund Madsen heimsækir Henrik Thygesen sem þjáist af ofsahræðslu, eða felmtursröskun, og reynir að komast að orsök ofsahræðslunnar og hvað hann getur gert til þess að draga úr henni.
Þættir frá 2014 þar sem íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja lög í myndveri RÚV. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og upptöku stjórnaði Helgi Jóhannesson.
Todmobile, Vio, Sólstafir og Hljómsveitt
Margir telja að mannkynið standi á tímamótum sem kalli á breytta lífshætti.Í þessum danska þætti er fjallað um fólk sem hefur tekið skref í átt að breyttu lífi og lifnaðarháttum. Þau sækjast eftir meiri dýpt, betri tengslum og breyttum hugmyndum um velgengni og ást.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld ætlum við að skoða keltnesk áhrif á Íslandi. Við fjöllum um þararækt á Ströndum, við reynum að komast upp í Snæfellsskála og við ökum um götur Akureyrar á fornbílum.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Skaparar og keppendur eru: Indíana Ósk Ríkharðsdóttir og Anna María Allawawi Sonde og búa þær til óróa á 10 mínútum. Hvað er órói? Hefur þú prófað að búa til óróa?
Hvernig ætli sumir hlutir sem við erum mjög vön hafi verið fundnir upp? Stórfurðulegu steinaldarmennirnir sýna okkur sínar misheppnuðu tilraunir.
Nýi heimilsfræðikennarinn hún Hrefna, fer með nemendur sína á matreiðsluferðalag um heiminn í allan vetur, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá ýmsum löndum. Matráðsmeistarar eru: Hrefna Hlynsdóttir, Emilía Dröfn Davíðsdótir, Garðar Eyberg Arason, Kría Burgess og Sigurður Hilmar Brynjólfsson.
Krakkarnir mæta í fyrsta heimilisfræðistímann eftir áramót og Póland verður fyrir valinu. Þau læra að elda pierogi sem getur bæði verið eftirréttur og aðalréttur.
Hvað ætli gerist þegar hin og þessi skordýr bíta fólk og stinga? Sebastian Klein ferðast um sveitir Danmerkur og lætur bíta sig, brenna og stinga til að komast að því.
Auður Bjarnadóttir stjórnar jógaæfingum fyrir börn. Krakkajóga úr Stundinni okkar veturinn 2001-2002. Umsjón og handrit: Auður Bjarnadóttir. Jógakrakkar: Anna Jia, Anna Kolfinna Kuran, Ásta Sólhildur Þorsteinsdóttir, Heiðar Örn Helgason, Herdís Athena Þorsteinsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir og Ivan Svanur Corvasce. Sögumaður er Garðar Benedikt Sigurjónsson. Aðstoð við dagskrárgerð: Hlíf Ingibjörnsdóttir. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Nýir þættir sem fjalla um hringrásarhagkerfið, þar sem hlutir og hráefni fara í hring og eins manns rusl verður annars fjársjóður. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Framleiðsla: Republik.
Er hægt að lifa plastlausu lífi? Þarf að breyta kerfunum sem við búum við til að auðvelda okkur að vera umhverfisvæn?
Franskir heimildarþættir frá 2021. Fylgst er með fimm ljósmyndurum sem hafa tengst samfélögunum sem þau mynda sterkum tilfinningaböndum síðustu áratugi.