Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem úrvalslið gleðigjafa takast á í léttum og fjörugum spurningaleik í anda Gettu betur. Spyrill: Guðrún Dís Emilsdóttir. Dómari: Örn Úlfar Sævarsson. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson.
Nýjasta tækni: Magga Dóra Ragnarsdóttir, Steinunn Eldflaug Harðardóttir og Guðmundur Jóhannsson.
Vísindi: Máni Arnarson, Sprengju kata og Vísinda Villi.
Í þessari tíu þátta röð spjallar Ásgrímur Sverrisson við íslenska kvikmyndaleikstjóra um myndir þeirra. Brugðið er upp völdum atriðum og rætt um hugmyndirnar sem að baki verkunum liggja.
Í þessum þætti ræðir Ásgrímur við kvikmyndaleikstjórann Þráinn Bertelsson um feril Þráins og þeir skoða saman brot úr myndum hans. Sýnd eru brot úr myndunum Snorri Sturluson, Jón Oddur og Jón Bjarni, Sigla himinfley, Nýtt líf, Dalalíf, Löggulíf, Magnús og Einkalíf Alexanders.
Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fór á flakk um Ísland í sumar ásamt bolabítnum Tómasi á forláta húsbíl, Litla kút að nafni. Saman keyrðu vinirnir krókaleiðir kringum landið í leit að því skrýtna og skemmtilega. Hvar er Valdi koppasali í dag? Hefur Palli í Hlíð í raun og veru skotið og drepið allar tegundir af spendýrum á Íslandi? Er lyklakippusafn Grétu á Reyðarfirði á heimsmælikvarða? Hver er meðalgreindarvísitalan á Bíladögum á Akureyri? Er hægt að keyra húsbíl yfir jökulsá? Við þessum og fleiri spurningum fást nú loks svör því Andri fer sannarlega ótroðnar slóðir á ferðalagi sínu um landshlutana sex.
Andri og Tómas finna Gráa lónið við Reykjanesvita áður en þeir fara til Keflavíkur í skoðunarferð um stúdíó Rúnars heitins Júl, Geimstein. Heima hjá Gylfa Ægis í Vogum á Vatnsleysuströnd kemst Andri að því hversu liðtækur myndlistarmaður kallinn er. Eftir ítarlega myndlistarsýningu sest svo Gylfi niður við skemmtarann í stofunni og gerir allt vitlaust. Í Mosfellsbæ gengur Andri úr skugga um hvort Álafosshverfið sé í raun og veru Kristjanía Íslands. Ferðalagið endar svo suður í Hafnarfirði í spennandi heimsókn hjá vélhjólaklúbbnum Óskabörnum Óðins.
Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.
Í fyrsta þætti Útúrdúrs komum við aðeins inn á hvernig Mozart hefur verið notaður í viðbjóðslegum tilgangi í gegnum tíðina. Í þættinum heyrum við Guðrúnu Hlín Þórarinsdóttur segja frá móður sinni, Margréti Eiríksdóttur píanóleikara, og hvernig hún hélt áfram að spila Schubert þrátt fyrir minnistap. Fram komu: Roger Scruton, heimspekingur og listfræðingur. Steven Mithen, fornleifafræðingur. Guðrún Hlín Þórarinsdóttir. Gunnar Guðbjörnsson, söngvari.
Hver skrifar sögu okkar? Það fer eftir ýmsu, svo sem þjóðerni, kyni eða uppruna, og sama atburði má lýsa á marga mismunandi vegu. Fornleifauppgröftur, nýjar rannsóknir eða annar tíðarandi getur líka valdið því að sagnfræðin verði endurskoðuð. Emma Molin og Özz Nûjen hjálpa okkur að sjá fleiri en eitt sjónarhorn á sögunni.
Litla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó og mömmu og pabba - og líka álfinum Búa, sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Nýir íslenskir heimildarþættir. Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Framleiðsla: Pera.
Þingkonan Inga Sæland ólst upp í Ólafsfirði og bjó þar allt til fullorðinsára þegar hún flutti suður og hóf lögfræðinám. Við kynnumst æskuslóðum Ingu í Ólafsfirði þar sem margt hefur breyst.
Heimildarþættir frá BBC í þremur hlutum þar sem fylgst er með húsdýrum á breskum sveitabæjum allt árið um kring.
Danskir dramaþættir frá 2023. Hinn skapstóri Michael er yfirkokkur á einum fremsta veitingastað Kaupmannahafnar. Hann tekur því illa þegar Naja, nýi yfirkokkurinn, vill gera breytingar á vinnustaðarmenningunni, sérstaklega varðandi jafnrétti kynjanna. Á meðan þau takast á um hvort þeirra stjórnar koma ýmis leyndarmál upp á yfirborðið sem ógna framtíð veitingastaðarins. Aðalhlutverk: Jesper Zuschlag, Julie Rudbæk og Ann Eleonora Jørgensen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Valgeir Örn Ragnarsson hefur umsjón með þættinum og fær til sín þau Ingu Sæland formann Flokks fólksins, Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Jóhann Pál Jóhannsson þingmann Samfylkingarinnar. Línur byrjaðar að skýrast fyrir komandi vetur í stjórnmálum.
Fjögurra þátta heimildarþáttaröð frá BBC um The Rolling Stones sem gerð var til að fagna 60 ára starfsafmæli þessarar heimsfrægu hljómsveitar árið 2022. Hver þáttur beinir kastljósinu að ákveðnum meðlimi hljómsveitarinnar; Mick Jagger, Keith Richards, Ron Wood og Charlie Watts.