Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Við kynnum okkur þjónustu Janusar starfsendurhæfingar, sem verður að óbreyttu lokað í sumar. Janus hefur boðið upp á endurhæfingu og geðmeðferð fyrir ungmenni á aldrinum 18-30 ára. Undanfarin tvö ár hefur starfsemin verið rekin á grundvelli þjónustusamnings við Virk og Sjúkratryggingar Íslands. Ekki virðist vilji til að endurnýja samninginn þegar hann rennur út í sumar. Starfsfólk, notendur og aðstendur þeirra hafa þungar áhyggjur af stöðunni.
Gestir Kastljóss í framhaldinu eru Alma Möller, heilbrigðisráðherra, og Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk, sem segja að notendum Janusar verði tryggð önnur úrræði.
Í lok þáttar ræðum við við listakonu sem ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur gerði risavaxið vegglistaverk í Vatnsmýri á dögunum.

24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Lið Fljótsdalshéraðs og Kópavogs eigast við í 16 liða úrslitum.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Ísafjörður er í fyrrirrúmi í Kilju vikunnar. Ísfirðingurinn Eiríkur Örn Norðdahl er gestur í þættinum og ræðir við okkur um nýja ljóðabók sína sem nefnist einfaldlega Fimm ljóð. Í Bókum & stöðum litumst við um á skáldaslóðum á Ísafirði og þar kemur meðal annars við sögu Guðrún Tómasdóttir sem ritaði nútímalegan skáldskap undir nafninu Arnrún frá Felli. Hlynur Níels Grímsson er læknir og rithöfundur. Hann segir okkur frá nýrri skáldsögu sinni sem heitir Súkkulaðileikur og tengist frægum atburðum í Landakotsskóla. Tómas Zoëga og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir eru höfundar litríkrar barnabókar sem nefnist Stórkostlega sumarnámskeiðið. Tómas fæst annars við loftslagvísindi og Sólrún er fiðluleikari. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Tóna útlaganna eftir Árna Heimi Ingólfsson, Strá fyrir straumi eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur og Skógarhögg eftir Thomas Bernhard.

Íslensk heimildarþáttaröð í þremur hlutum um hönnun á Íslandi og hátíðina HönnunarMars sem var haldin í Reykjavík í tíunda sinn árið 2018. Við kynnumst lífi og starfi hönnuða í dag og köfum ofan í þessa fjörugu hátíð sem tekur yfir höfuðborgina í mars á hverju ári. Dagskrárgerð: Janus Bragi Jakobsson, Kolbrún Vaka Helgadóttir og Tinna Ottesen.
Í öðrum þætti kynnumst við hjónunum Róshildi Jónsdóttur og Snæbirni Stefánssyni sem hafa unnið sem hönnuðir í fjölda ára og takið þátt í HönnunarMars allt frá upphafi. Þau búa í Köldukinn í Þingeyjarsveit ásamt börnunum sínum tveimur og hundinum Sandi. Starf þeirra sem hönnuða hefur leitt þau í ýmis ævintýri, meðal annars í náið samstarf við fólk um allan heim, allt frá Helsinki í Finnlandi til Freetown í Síerra Leóne.

Finnskir þættir um Mikko Peltola sem setur sér það markmið að klára sex líkamlega krefjandi þrautir á einu ári. Hann spreytir sig meðal annars á kajakróðri, hlaupi, skíðagöngu, hjólreiðum og klettaklifri.

Heilinn er undarlegt fyrirbæri. Hægt er að hafa áhrif á hann og hegðun fólks með mismunandi hætti. Sjónhverfingarmanninum og dáleiðandanum Jan Hellesøe er fylgt eftir í þessum fróðlegu dönsku þáttum.


Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.

Sammi brunavörður og félagar hans á slökkvistöðinni standa vaktina í Pollabæ.

Stuttir þættir þar sem Hrúturinn Hreinn og vinir hans fara á kostum.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson. Stjórn upptöku: Þór Freysson.

Sænsk þáttaröð frá 2019 þar sem tíu þátttakendur reyna að komast af í langvarandi rafmagnsleysi. Hversu vel erum við sem samfélag undirbúin fyrir óvænt neyðarástand, til dæmis af völdum náttúruhamfara?

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir
Þriðja þáttaröðin um daglegt líf og hættulegt starf lögregluþjóna í Malmö og ógnvekjandi andrúmsloftið sem gerir stöðugt erfiðara að aðskilja vinnuna og einkalífið. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Bresk glæpaþáttaröð frá 2022 byggð á sönnum atburðum. Samfélagið í námuþorpi á Mið-Englandi sundrast þegar tveir íbúar þess finnast myrtir. Lögregluna grunar að morðin tengist yfirstandandi námuverkfalli. Aðalhlutverk: David Morrissey, Lesley Manville og Robert Glenister. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.