
Finnlands-sænskir lífsstílsþættir þar sem meðal annars er fjallað um matreiðslu, garðyrkju og föndur.

24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Grindavíkurbær og Reykjavík keppa í undanúrslitum.
Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Í þættinum skoðum við myndefni frá þeim tíma þegar Íslendingar fluttust úr sveitinni í sjávarþorp og til Reykjavíkur. Við fylgjumst með fornum atvinnuháttum og uppbyggingu ungrar borgar.

Sænskir þættir um viðhald og uppbyggingu gamalla húsa þar sem læra má gagnlega tækni og gamalt handverk.

50 ára, heit eða hundgömul? Danskir þættir um fólk sem um fimmtugt stendur á tímamótum í lífinu. Hvernig tökumst við á við það að farið er að síga á seinni hlutann í lífinu?


Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Fjölskyldu- og skemmtiþáttur frá 2017-2018. Jón Jónsson fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Vilhjálmur Siggeirsson.

Fróðlegir danskir þættir þar sem þáttastjórnendur rannsaka matinn sem við borðum dags daglega.
Íslensk þáttaröð um ferðalög Kristjáns Gíslasonar sem lét draum sinn rætast og hélt í tíu mánaða ferðalag umhverfis jörðina á mótorhjóli árið 2014. Hann hjólaði um 35 lönd í fimm heimsálfum.
Í lokahluta ferðarinnar fer Kristján Gíslason um eyðimerkur Ástralíu og svo með flugi til Suður-Ameríku. Stórkostleg Andesfjöllin, ógnvekjandi byssur og stríð eiturlyfjabaróna Mið-Ameríku hafa mikil áhrif á hringfarann sem fellur glaður í faðm fjölskyldunnar í lok ferðar.

Náttúrulífsþættir frá BBC um stórbrotna náttúru og dýralíf Skandinavíu.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.
Sannsöguleg sænsk leikin þáttaröð um þrjá unga menn sem deildu þeirri sýn að fólk ætti að hafa frjálsan aðgang að upplýsingum, tónlist, bókum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum á netinu. Árið 2003 stofnuðu þeir niðurhalssíðuna The Pirate Bay sem varð fljótt ein sú stærsta í heiminum og gjörbylti internetinu. Aðalhlutverk: Simon Gregor Carlsson, Arvid Swedrup og Willjam Lempling. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd um tilurð plötunnar The Who Sell Out með bresku hljómsveitinni The Who sem kom út árið 1967. Í myndinni er platan krufin til mergjar og meðal annars rætt við Pete Townshend og Roger Daltrey, liðsmenn sveitarinnar.

Breskir heimildarþættir sem skoða kvikmyndasöguna í gegnum linsu kvikmyndagerðakvenna. Þættirnir skiptast í 40 kafla sem taka fyrir ólíkar hliðar kvikmyndagerðar og eingöngu er stuðst við dæmi úr kvikmyndum sem konur leikstýra. Sögukonur eru Tilda Swinton, Jane Fonda, Debra Winger, Adjoa Andoh, Kerry Fox, Thandie Newton og Sharmila Tagore. Leikstjóri: Mark Cousins. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.