Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Á morgun verða 30 ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík. Um áramót tók til starfa rannsóknarnefnd skipuð af Alþingi, sem á að bregða ljósi á ákvarðanir stjórnvalda og almannavarna í aðdraganda snjóflóðsins. Við ræddum við formann nefndarinnar.
Í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík og Flateyri, síðar sama ár, var stofnuð ofanflóðanefnd, sem átti að sjá til að varanlegar snjóflóðavarnir risu um allt land. Verkinu átti að ljúka 2010 en er rétt um hálfnað. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, fór yfir stöðu mála og ræddi líka nýfallinn dóm í héraði þar sem virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar var afturkallað.
Systurnar Nótt og Embla Jónsdætur eiga báðar maka í íslenska landsliðinu í handbolta. Nótt er með Sigvalda Birni Guðjónssyni og Embla Janusi Daða Smárasyni. Þeir undirbúa sig nú fyrir fyrsta leik Íslands á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu á morgun. Við hittum systurnar og börn þeirra í dag.
24 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í fyrsta þætti vetrarins eigast við lið Álftaness og Fjarðabyggðar.
Lið Álftanes skipa Guðmundur Andri Thorsson, Hilmar Örn Hilmarsson og Anna Ólafsdóttir Björnsson og fyrir Fjarðabyggð keppa Kjartan Bragi Valgeirsson, Pjetur St. Arason og Sigrún Birna Björnsdóttir.
Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.
Verk íslenskra leikstjóra vekja nú meiri athygli á alþjóðlegum vettvangi en nokkru sinni fyrr. Hópur erlendra kvikmyndasérfræðinga ræðir um árangur íslenskra kvikmynda á alþjóðlegum vettvangi. Einnig er fjallað um feril Sigurjóns Sighvatssonar framleiðanda í Bandaríkjunum og Baltasar Kormákur ræðir um Hollywood-myndir sínar og myndirnar sem hann gerði á Íslandi . Að lokum er farið yfir stöðuna nú og horfurnar framundan. Myndirnar sem er um eru Hross í oss, Djúpið, Kona fer í stríð, Hrútar, Hjartasteinn, Þrestir og Hvítur, hvítur dagur.
Matgæðingarnir og bræðurnir Adam og James Price ferðast um Bretland og töfra fram kræsingar sem eru vinsælar þar í landi.
Sænskir þættir frá 2021. Fjölskyldur prófa alls kyns afþreyingu í von um að finna áhugamál sem öll fjölskyldan getur stundað saman.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Eybjört og Þórunn verða að segja okkur aðeins frá fjölskyldunni sinni áður en þær byrja að leysa þraut dagsins. Af hverju? Þið verðið bara að kíkja á þáttinn.
Stuttir þættir þar sem Hrúturinn Hreinn og vinir hans fara á kostum.
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Í þessum þætti töfra þau Ylfa og Máni fram gómsæta kanilfléttu sem er mjög einfalt að baka og alveg tilvalið að bjóða upp á í kaffitímanum. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon
Kanilflétta
1-2 msk sykur
1-2 msk púðursykur
1 msk kanill
4 msk (60gr) smjör við stofuhita
Deig:
tilbúið pizza deig úr matvörubúðinni.
Glassúr:
60 gr rjómaostur
4 msk brætt smjör
1/2 tsk vanilludropar
90 gr flórsykur
Aðferð:
Hitaðu ofnin 180 gráður
Blandaðu sykri, púðursykri, kanil og smjöri saman þangað til það er orðið að kanil-sykur-smöri sem hægt er að smyrja á deigið.
Rúllaðu út deiginu.
Smyrðu kanil-sykur-smjörinu á deigið.
Rúllaðu deiginu upp.
Skerðu rúlluna í tvennt - eftir lengri hliðinni - en ekki alveg í gegn.
Taktu halana tvo og snúðu þeim utan um hvorn annan eins og fléttu.
Festu endana saman svo úr verði krans.
Bakaðu í um 20-30 mín - það er misjafnt eftir ofnum hversu lengi. Fylgstu með því hvenær deigið er fullbakað
Glassúr:
Blandaðu öllum hráefnunum saman í skál og hrærðu vel.
Smyrðu glassúr á nýbakaða kanilfléttuna.
Dídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti er eitt markmið tekið fyrir. Við getum öll lagt okkar af mörkum svo hægt sé að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 og í kjölfarið gera heiminn að betri stað. Umsjón: Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Það kannast allir við það að verða stundum svangir . Það er alveg ferlegt. Í þættinum í dag kynnumst við orðinu fæðuóöryggi sem er notað þegar einhver veit ekki hvort eða hvenær hann fær næstu máltíð . Við fræðumst um Dr. Norman E. Borlaug sem bjargaði milljónum frá hungursneyð með því að finna upp nýja korntegund. Við getum nefnilega öll lagt okkar af mörkum.
Hvað ætli gerist þegar hin og þessi skordýr bíta fólk og stinga? Sebastian Klein ferðast um sveitir Danmerkur og lætur bíta sig, brenna og stinga til að komast að því.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.