Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Það er ekkert í þessum heimi er eins öruggt og að við deyjum öll á lokum. Því getur hins vegar fylgt mikill kostnaður sem margir gera sér ekki grein fyrir. Kastljós skipulagði jarðarför með hjónum fyrir norðan sem að lokum kostaði tæpar tvær milljónir.
13 ferðir á topp Everest, 8 sinnum á K2. Það er hluti afrekaskráar Garretts Madison sem er einn fremsti fjallamaður veraldar nú um mundir. Hann hélt fyrirlestur hér á landi á dögunun og Guðrún Sóley náði tali af honum.
Í menningarfréttum skoðum við meðal annars jólamyndlistarmarkaði og plötuútgáfu fyrir jólin.
Claus Dalby er handlaginn og hugmyndaríkur þúsundþjalasmiður. Um jólahátíðarinnar finnur hann sér ýmislegt til dundurs og kennir áhorfendum að föndra skreytingar sem hæfa hátíðum.
Vinirnir Randalín og Mundi lenda í miklum ævintýrum í jólamánuðinum, gera góðverk og óvart skemmdarverk. Þau leysa ráðgátu um grunsamlegan nágranna og hjálpa hælisleitendum á flótta, leita aðstoðar spákonu sem á kristalskúlu, fást við nágranna sem á snák og eltast við jólasvein sem dúkkar upp á ólíklegustu stöðum. Leikstjórn: Silja Hauksdóttir og ILmur Kristjánsdóttir. Meðal leikenda eru: Kría Burgess, Gunnar Erik Snorrason, Birta Hall, Ægir Chang Hlésson, Hilmir Snær Guðnason, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirssdóttir, Jörundur Ragnarsson og Harpa Arnardóttir.
Randalín og Mundi fara til Grétu Hansen í leit að upplýsingum um myrkraverk Ketils og neyðast til að setja á svið kaffiboð til þess að fá fleiri vísbendingar.
Beinar útsendingar frá HM kvenna í handbolta.
Bein útsending frá leik Brasilíu og Argentínu í milliriðli á HM kvenna í handbolta.
Kökugerðarmeistarinn Mette Blomsterberg og sælkerinn James Price töfra fram girnilegar jólakræsingar.
Beinar útsendingar frá EM í sundi.
Bein útsending frá EM í sundi í 25 metra laug.