Sumir staðir skipta okkur meira máli en aðrir. Gísli Marteinn Baldursson á stefnumót við viðmælendur á stöðum sem hafa haft afgerandi og mótandi áhrif á líf þeirra. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Gísli Marteinn Baldursson ræðir við Katrínu Jakobsdóttur sem leiðir áhorfendur á staðinn sem skiptir hana mestu máli í lífinu.
Bresk leikin þáttaröðin um hina litríku og lífsglöðu Larkin-fjölskyldu. Þættirnir gerast í Kent-sýslu á Englandi um 1950 og eru byggðir á sígildri sögu H. E. Bates, The Darling Buds of May, eða Maíblómin. Aðalhlutverk: Bradley Walsh, Joanna Scanlan og Lydia Page.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti keppa lið Vestmannaeyja og Mosfellsbæjar. Í liði Vestmannaeyja eru Björn Ívar Karlsson verkfræðinemi, Helgi Ólafsson skákmaður, Steinunn Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Fyrir Mosfellsbæ keppa Sigrún Hjálmtýsdóttir söngbóndi, Bjarki Bjarnason sem fæst við kennslu og ritstörf og Höskuldur Þráinsson prófessor við HÍ.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Sóley Tómasdóttir, konan sem margir hafa reynt að þagga niður í er orðin vinsæl á Íslandi. Hún hjálpar fyrirtækjum að bæta vinnustaðamenningu. Fær borgað fyrir það að tala um það sem fólk hataði hana til að segja fyrir 10 árum, við ætlum að tala um umdeilda feminista. Sóley er gestur Sigurlaugar Margrétar í Okkar á milli.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri er miður sín yfir að hafa brotið snjókúluna þeirra Þuru. Ætli þau geti lagað hana?
Allt sem tengt er jólunum, tónlist, sögur, fræðsla og fíflagangur.
Skoppa (Linda Ásgeirsdóttir) og Skrítla (Hrefna Hallgrímsdóttir) eru tvær skemmtilegar verur frá Ævintýralandi. Þær dansa og syngja fyrir yngstu börnin. Í þessum þætti gefa þær hvor annarri gjafir og syngja lagið, Í skóginum stóð kofi einn. Erlent lag. Texti: Hrefna Tynes. Búninga gerði Katrín Þorvaldsdóttir og tónlist gerði Hallur Ingólfsson.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Heimildarþættir þar sem Halla Ólafsdóttir skoðar hvers vegna fólk flytur landshorna og heimshorna á milli - og hvað það er sem fólk kallar „heima“.
Magni og Svanhildur hafa hvert vor og haust í átján ár flutt um þrjú hundruð metra á milli húsa á Ísafirði þar sem heimili þeirra er á snjóflóðahættusvæði. Við flytjum með þeim – tvisvar. Við kynnumst Adólfi Sigurgeirssyni sem flutti til Grindavíkur eftir að hafa flúið gosið í Heimaey. Við bökum makkarónur með Vincent Cornet í Vík í Mýrdal, en íslensk náttúra er honum innblástur, og við hittum Harald Björn Halldórsson sem horfði á eftir skriðu hrifsa margra ára vinnu og heimili hans á Seyðisfirði.
Berglind Festival fer yfir sögu jólanna í þriggja þátta jólaseríu.
Í þessum fyrsta þætti kíkjum við í fjárhúsið í Betlehem og fræðumst um heiðin jól.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Meira en þrjátíu nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar á laugardag. Nýliðar úr öllum flokkum fara yfir kosningarnar, stjórnarmyndunarviðræður og stóru málin framundan. Valgeir Örn Ragnarsson hefur umsjón með þættinum. Gestir eru Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokki, María Rut Kristinsdóttir, Viðreisn, Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokki, Sigurður Helgi Pálmason Flokki fólksins, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Miðflokki og Arna Lára Jónsdóttir Samfylkingunni.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir