Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í úrslitaþætti Útsvars eigast við lið Reykjavíkur og Kópavogs. Fyrir hönd Reykjavíkur keppa Katrín Jakobsdóttir þingmaður (V), Silja Aðalsteinsdóttir ritsjóri og Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi (D). Fyrir hönd Kópavogsbæjar keppa Örn Árnason leikari, Hafsteinn Viðar Hafsteinsson laganemi og Víðir Smári Petersen laganemi.
Heimildarþættir frá 2023. Í seinni heimsstyrjöldinni handtóku Bretar tæplega fimmtíu Íslendinga, fluttu þá til Englands og lokuðu þá inni mánuðum og árum saman án dóms og laga. Þáttaröðin Fangar Breta segir sögu þessa fólks á fróðlegan hátt.
Einar Olgeirsson alþingismaður og samstarfsmenn hans á Þjóðviljanum voru fluttir í fangelsi í London um sama leyti og loftárásir Þjóðverja á borgina voru hvað harðastar.
Þáttaröð í fjórum hlutum þar sem Eva María Jónsdóttir ferðast um landið og segir sögur af fólki og atburðum úr fortíðinni. Dagskrárgerð: Björn B. Björnsson.
Í lokaþættinum fer Eva María til Drangeyjar og segir frá síðustu æviárum Grettis Ásmundssonar.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Í Grunnskólanum á Ísafirði hefur Laufey Eyþórsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi, nýtt legó í kennslu. Aðferð sem hún kynntist þegar hún starfaði í Englandi. Laufey notar ýmsar æfingar og mismunandi tegundir af legói.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Tófa gekk laus í Laugardalnum 2. Krakkar í Mýró sömdu lag um börn á flótta.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ný íslensk þáttaröð þar sem Jóhann Kristófer Stefánsson kynnir sér fjölbreytta flóru íslenskra sviðslista. Leikstjóri: Gagga Jónsdóttir. Framleiðsla: 101 Productions.
Jóhann Kristófer kynnir sér sjálfstæðu sviðslistasenuna. Hann talar við óperuhópinn Óð, sviðshöfundinn og leikstjórann Viktoríu Blöndal og myndlistarmanninn Sigurð Ámundason og kemst að því hvað ópera, fótbolti og myndlist eiga sameiginlegt. Jóhann fræðist um ferlið þegar hugmynd verður að sviðslistaverki og hvernig er að starfa sjálfstætt að sviðslistum á Íslandi.
Finnskir spennuþættir frá 2024. Þegar lest keyrir út af sporinu og veldur sprengingu í smábæ í Finnlandi fær Marita Kaila það hlutverk að leiða rannsókn á tildrögum slyssins. En rannsóknin dregur líka fram erfiðar minningar úr hennar eigin fortíð. Aðalhlutverk: Leena Pöysti, Mikko Kauppila og Juho Milonoff. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Rússnesk heimildarþáttaröð þar sem reynt er að varpa ljósi á hvernig níu ungmenni létust á dularfullan hátt í gönguskíðaleiðangri í Úralfjöllum í febrúar 1959. Í yfir 60 ár hefur málið verið rannsakað og fjöldi kenninga komið fram, en hingað til hefur engum tekist að sanna hvað gerðist raunverulega þessa örlagaríku nótt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.