Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Óskar Kemp lenti í bílslysi á Reykjanesbraut árið 2018 og hlaut alvarlegan heilaskaða í kjölfarið. Sex árum síðar fær hann enn ekki fulla þjónustu heima fyrir og fyrir stuttu var honum synjað um næturþjónustu, þrátt fyrir að læknar telji hann þurfa stuðning allan sólarhringinn. Við settumst niður með Indu Hrönn, eiginkonu Óskars.
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og formaður Velferðarráðs kom í kjölfarið í myndver og ræddi mál Óskars í sambærilegri stöðu. Hún ræddi líka stöðu félagsmiðstöðva. Mikilvægi þeirra hefur verið mikið rætt á síðustu vikum en um áramót voru opnunartímar þeirra styttir í Reykjavík.
Íslenski dansflokkurinn sýndi opnunaratriði þegar ný danshöll var vígð í Kaupmannahöfn á dögunum. Kastljós var á staðnum.
Fréttatengdur skemmtiþáttur þar sem keppendur spreyta sig á misalvarlegum spurningum sem sóttar eru í glóðvolgar fréttir og gamlar í bland. Stjórnandi og spyrill er Kristjana Arnarsdóttir og henni til halds og trausts er fréttamaðurinn Birta Björnsdóttir. Framleiðsla: RÚV.
Keppendur eru Vilhelm Þór Neto, Fjölnir Gíslason, Karen Björg Þorsteinsdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir.
Íslensk heimildarþáttaröð þar sem áhorfendur fá einstaka sýn inn í töfraheim leikhússins og fylgjast með flóknu sköpunarferli sem á sér stað frá því að leikararnir fá handritið í hendurnar og fram yfir frumsýningu. Dagskrárgerð: Þorsteinn J.
Steinsteypuöldin er þáttaröð í umsjón Egils Helgasonar og Péturs H. Ármannssonar. Þar er rakin saga byggingarlistar og borgarskipulags í Reykjavík á tuttugustu öld. Þáttaröðin hefst 1915, í stórbrunanum þar sem eyddust fjölmörg timburhús í bænum. Þá hófst tími steinsteypuhúsanna. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Fjallað er um menningarviðburði og hvernig fólk freistaði þess að koma menningu og listum til skila í kvikmyndum. Auk þess eru skoðaðir ýmsir skemmtilegir safngripir í Kvikmyndasafni Íslands.
Í Kveikt á perunni er keppt í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Til þess að gera þetta ennþá erfiðara draga keppendur babb-spjöld þegar tíminn er hálfnaður.
Þegar tíminn er búinn, stöndum við á öndinni, teljum saman stigin og förum yfir svörin í Stórhættulegu spurningakeppninni og að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu.
Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Skaparar og keppendur eru: Hrafnhildur Kjartansdóttir og Guðrún Klara Egilsdóttir og búa þær til skrímsli. Fjörulalli, Nykur og Skoffín eru íslensk skrímsli - þekkir þú fleiri?
Nýi heimilsfræðikennarinn hún Hrefna, fer með nemendur sína á matreiðsluferðalag um heiminn í allan vetur, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá ýmsum löndum. Matráðsmeistarar eru: Hrefna Hlynsdóttir, Emilía Dröfn Davíðsdótir, Garðar Eyberg Arason, Kría Burgess og Sigurður Hilmar Brynjólfsson.
Í þessum fyrsta heimilisfræðitíma vetrarins, kynnast krakkarnir í skólanum nýja heimilifræðikennaranum sínum henni Hrefnu.
Hrefna fer með krakkana í matarferðalag um heiminn og að þessu sinni verður Frakkland fyrir valinu.
Krakkarnir búa til dýrindis "French toast", "Pain purdu", "týnt brauð" eða einfaldlega eggjabrauð, sem er reyndar ekki frá Frakklandi, en það er önnur saga.
Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.