19:45
Kastljós
Bakslag í málefnum hinsegin fólks og nýtt örorkukerfi

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir viðtal í hlaðvarpinu Ein pæling þar sem hann ræddi stöðu hinsegin fólks. Ein þeirra sem hafa gagnrýnt hann er Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastýra Samtakanna 78. Þau mættust í Kastljósi.

Nýtt örorkukerfi var tekið í notkun í dag en það hefur umtalsverðar breytingar í för með sér. Forstjóri Tryggingastofnunar fór yfir það helsta.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 26 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,