Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Reykjanesbæjar og Akraness.
Lið Reykjanesbæjar skipa Baldur Guðmundsson útibússtjóri Sjóvár, tónlistarmaður, bæjarfulltrúi o.fl., Hulda Guðfinna Geirsdóttir framkvæmdastjóri Félags hrossabænda og dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og Erik Olaf Eriksson meistaranemi við Háskóla Íslands.
Lið Akraness skipa Valgarður Lyngdal Jónsson grunnskólakennari í Grundarskóla á Akranesi, Þorkell Logi Steinsson grunnskólakennari í Kelduskóla í Grafarvogi og Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur.

Karl Ágúst, Pálmi, Sigurður, Randver og Örn bregða á leik sprellfjörugir að vanda. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.

Heimildamynd um komu panda í dýragarðinn í Kaupmannahöfn. Fylgst er með baráttunni fyrir að fá pöndurnar til landsins þar sem drottningin, forsætisráðherrann og fleiri koma við sögu.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson og Una Torfadóttir yfirheyra íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Sumt fólk er ekki hægt að hólfa niður og það vill ekkert síður en láta skilgreina sig. Við ræðum við þetta fólk um listina og þá sérstaklega listina að líða vel í eigin skinni. Fjölbragðasveitin ADHD tekur lagið með okkar eigin Unu Torfa.


Hugrökk stelpa bjargar apakónginum, guði sem hafði lengi verið fastur í steini, og leggst í för til að finna sjö heilög handrit og bjarga heiminum frá illu.
Abbe getur stöðvað tímann þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og hann vill. Þegar foreldranir hlusta ekki, stóri bróðir er alveg sama og heimurinn er ósanngjarn þá hrópar Abbe STOPP og þá stöðvast allt. Nú er það hann sem ræður.
Leikin íslensk þáttaröð sem fjallar um fimm menntaskólanema, vináttu þeirra og áskoranir. Fimm einstaklingar á aldrinum 17-20 ára voru valdir til að taka þátt í að skapa og skrifa þáttaröðina undir leiðsögn Dominique Sigrúnardóttur leikstjóra og handritshöfundar. Þættirnir eru afrakstur samstarfs RÚV, Hins hússins og Reykjavíkurborgar.
Það reynist erfiðara en sýnist að skipuleggja dragkvöld en Lydíu berst aðstoð úr óvæntri átt sem bjargar opnunaratriðinu.

Stuttir heimildarþættir þar sem við fylgjumst með fólki byggja draumagufubaðið sitt.

Íþróttafréttir.

Rómantísk gamanmynd frá 2022. Henry Copper er mislukkaður, ungur, breskur rithöfundur og skáldsagan hans hefur varla selst í heimalandinu. Þegar bókin slær óvænt í gegn í Mexíkó ákveður hann að ferðast þangað til að fylgja velgengni hennar eftir. Þar kemst hann fljótt að ástæðunni fyrir vinsældum bókarinnar – þýðandinn, María, breytti sögunni í sjóðheita erótíska ástarsögu. Leikstjóri: Analeine Cal y Mayor. Aðalhlutverk: Sam Claflin, Verónica Echegui og Antonia Clarke.

Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Ann Cleeves um Veru Stanhope rannsóknarlögreglukonu á Norðymbralandi. Með aðalhlutverk fara Brenda Blethyn, David Leon og Jon Morrison. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Vera rannsakar morð á veitingastaðareiganda eftir að lík hans finnst í frystikistu. Leikstjóri: Paul Gay. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Leikin frönsk þáttaröð frá 2023 um frönsku ofurfyrirsætuna, leik- og söngkonuna Brigitte Bardot. Fylgst er með Bardot fóta sig í breyttum veruleika við upphaf frægðar sinnar árið 1949 til ársins 1960. Aðalhlutverk: Julie de Nunez, Victor Belmondo og Géraldine Pailhas. Leikstjórn: Christopher Thompson og Danièle Thompson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Landsleikur Portúgals og Íslands í körfubolta. Leikurinn er liður í undirbúningi karlalandsliðsins í körfubolta fyrir EM 2025.