

Tillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.

Broddi og Oddlaug eru litlir broddgeltir, sem elska að fara út og kanna heiminn. Þau eru yfirleitt bestu vinir og skemmta sér saman í hinum ýmsu leikjum.

Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.

Friðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.

Fjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.

Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.

Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.

Kári, Villi og Hanna lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.

Jasmín og Jómbi eru góðir vinir sem elska tónlist. Saman njóta þau tónanna sem óma um Hljómbæ.

Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.

Stærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.
Jóga fyrir alla krakka í ævintýraheimi með dýrum og náttúru.
Ævintýrajóga hvetur börn til hreyfingar og að vera meðvituð um líkama sinn og líðan. Það gefur þeim verkfæri sem auðveldar þeim að líða vel í eigin líkama og takast á við daglegt líf. Jógakennari: Þóra Rós Guðbjartsdóttir. Framleiðsla: Erla Hrund Hafsteinsdóttir.
Við skulum hreyfa okkur saman eins og kisan. Við kynnumst kisunni og hennar hæfileikum.

Vandaðir heimildaþættir frá BBC. David Attenborough fer með áhorfandann í ferðalag og sýnir furðuverur í náttúrunni.
Upptaka frá tónleikum Mugisons og tónlistarhópsins Cauda Collective í tilefni af tíu ára útgáfuafmæli plötunnar Haglél. Hópurinn flytur lögin á plötunni í nýjum útsetningum fyrir klassísk hljóðfæri unnar af hljóðfæraleikurum Cauda Collective og Mugison sjálfum. Flytjendur: Sigrún Harðardóttir fiðluleikari, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari, Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari, Borgar Magnason bassaleikari, Grímur Helgason klarínettuleikari og Matthías Hemstock slagverksleikari ásamt Mugison. Dagskrárgerð og umsjón: Snærós Sindradóttir og Þór Freysson.

Heimildarmynd um baráttu íslenskra námsmanna á sjöunda áratugnum. Árið 1970 var pólitískt andóf fyrirferðamikið í íslensku samfélagi. Tveir atburðir stóðu upp úr: sendirráðstakan í Stokkhólmi í apríl og sprenging stíiflu við Laxá. Leikstjórn: Hjálmtýr Heiðdal og Sigurður Skúlason. Handritshöfundar: Anna K. Kristjánsdóttir, Hjálmtýr Heiðdal og Sigurður Skúlason.

Heimildarmynd í tveimur hlutum frá BBC þar sem leikkonan Vicky McClure úr þáttunum Skylduverkum ákveður að stofna kór með fólki með heilabilun af einhverju tagi, en rannsóknir hafa sýnt fram á að tónlist getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks með heilabilun.

Heimildarmynd frá 2022 um störf vélstjóra og rekstur rafstöðvar Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Bygging Steingrímsstöðvar og upphaf raforkusölu til Varnarliðsins hafði víðtæk áhrif á alla orkuöflun Íslendinga.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld hittum við konu sem lætur gott af sér leiða með saumakap. Við komumst að því hvernig hægt er að nota ljósleiðara til að mæla kvikuhreyfingar í jarðskorpunni, við heimsækjum enskan rithöfund á Snæfellsnesi og við förum í Miðstöðina í Grafarvogi, þar sem hljómsveitir verða til.

Sænskir þættir um fiskveiðar. Þáttastjórnendurnir Emilie Björkman og Martin Falklind ferðast um Svíþjóð, hitta fiskveiðiáhugamenn, stunda veiðar og gefa góð ráð.

Frönsk heimildarmynd frá 2021 um listmálarann Georgiu O'Keeffe sem hefur verið kölluð móðir bandaríska módernismans. Hún var hvað þekktust fyrir málverk sín af blómum í yfirstærð, skýjakljúfum New York-borgar og mexíkósku landslagi. Leikstjóri: Evelyn Schels.

Loft hefur tekið jarðormana í sátt og kynnist nú ævintýralegri tilvist þeirra í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Aumingja Sjón fær tak í hálsinn og Loft gerir allt í sínu valdi til að láta henni líða betur. Á meðan setur Sunna á svið hæfileikakeppni með krökkunum.

Hvað ætli gerist þegar hin og þessi skordýr bíta fólk og stinga? Sebastian Klein ferðast um sveitir Danmerkur og lætur bíta sig, brenna og stinga til að komast að því.

Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.

Íþróttafréttir.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld ferðumst við aftur til fortíðar og höngum útí sjoppu í Keflavík, við kynnum okkur nýja aðstöðu á Stöng í Þjórsárdal, spjöllum við kokk sem flutti til Litháen og fékk veitingastað upp í hendurnar og hittum útvarpsvirkja sem hefur gert við útvörp frítaíma sínum í rúm 40 ár.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Fyrir nokkrum árum fundust í kjallara Sálarrannsóknafélags Íslands hljóðupptökur á stálþráðum sem sagðar eru vera frá upphafsárum félagsins á Íslandi. Margir þekktir miðlar hafa starfað á vegum félagsins en hvað leynist á upptökunum og er hægt að hlusta á þær? Við kynnum okkur skilaboð að handan, sögu spíritisma og reynum að finna út hvort hægt sé að hlusta á upptökurnar.

Sannsöguleg leikin þáttaröð um eitt stærsta réttarfarshneyksli í sögu Bretlands. Hundruð útibússtjóra hjá breska póstinum voru ranglega ákærðir og dæmdir fyrir fjársvik sem rekja mátti til galla í hugbúnaðarkerfi póstsins. Aðalhlutverk: Toby Jones, Monica Dolan, Julie Hesmondhalgh og Will Mellor.

Fjórða og síðasta þáttaröðin um ítölsku vinkonurnar Elenu og Lilu. Þættirnir eru byggðir á Napólí-sögum rithöfundarins Elenu Ferrante, sem farið hafa sigurför um heiminn. Vinkonurnar eru á fullorðinsaldri og lifa ólíku lífi en vináttan heldur enn. Aðalhlutverk: Alba Rohrwacher, Irene Maiorino og Fabrizio Gifuni. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Finnsk kvikmynd frá 2020 í leikstjórn Zaidu Bergroth. Myndin fjallar um ævi rithöfundarins Tove Jansson, skapara múmínálfanna. Aðalhlutverk: Alma Pöysti, Krista Kosonen og Shanti Roney. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.