19:35
Kastljós
Ferðaþjónusta utan alfaraleiða, leiðir til úrbóta, eiturefni í Íslendingum
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Ferðaþjónusta utan alfaraleiða á oft erfiðara uppdráttar og þarf að hafa meira fyrir því að laða til sín ferðamenn en staðir í grennd við höfuðborgina og hringveginn. Í síðustu viku tók Kastljós stöðuna á Raufarhöfn og Ásbyrgi. Við tökum fyrir Norðvesturland í þætti kvöldsins.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri komu í myndver og ræddu stöðuna á kaldari svæðum; leiðir til úrbóta og tækifæri. Þeir fóru líka yfir óvissu í greininni í kjölfar tollahækkana í Bandaríkjunum.

Vísindamenn við Háskóla Íslands vinna nú að rannsókn til að komast að hversu mikil uppsöfnuð eiturefni er að finna í líkömum fólks. Við kynntum okkur rannsóknina.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
Bein útsending.
,