
Beinar útsendingar frá HM í skíðagöngu.
Keppni í boðgöngu kvenna á HM í skíðagöngu.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Gestur Kastljós er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Í Kastljósi í gær var rætt við brotaþola í meintu mansalsmáli tengdu víetnamska kaupsýslumanninum Quang Lé. Rannsókn stendur enn yfir en nú ári síðar er óljóst hvað verður um brotaþola í málinu sem eru með tímabundin dvalarleyfi sem renna út á næstu mánuðum. Rætt var við ráðherra um stöðu brotaþola í mansalsmálum og málaflokkinn almennt. Þá var einnig rætt um aðgerðir ríkisstjórnarinnar að fjölga stöðugildum innan lögreglunnar, fangelsismál og alþjóðamálin.
Myndlistarverðlaun Íslands verða afhend 20. mars og við kynnum hvaða listamenn eru tilnefndir í þættinum.
Krárkvöld hafa fest sig í sessi á hjúkrunarheimilum á Akureyri á síðustu árum. Það má segja að matsalnum sé breytt í skemmtistað þessi kvöld, með tilheyrandi stemningu. Óðinn Svan kíkti á djammið á Akureyri.

24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Að þessu sinni mætast lið Árborgar og Grindavíkur. Fyrir Árborg keppa Ólafur Helgi Kjartansson, Páll Óli Ólason og Þóra Þórarinsdóttir en lið Grindvíkinga skipa Bergur Þór Ingólfsson, Guðrún Sædís Harðardóttir og Siggeir Fannar Ævarsson.

Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.

Færeyskir þættir sem sýna ferlið frá því að fiskur er veiddur og þar til hann er fluttur frá Færeyjum til þess staðar þar sem hann er matreiddur.
Þættir frá 2007 þar sem íslenskir lagasmiðir flytja nokkur verka sinna í sjónvarpssal. Umsjón og dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Dúettinn Súkkat flytur nokkur af lögum sínum að viðstöddum áhorfendum í Sjónvarpssal.
Norskir þættir um líkamstjáningu þar sem teknar eru fyrir ýmsar aðstæður sem fólk verður gjarnan óöruggt í. Fjallað er um hvernig hægt er að vinna með líkamstjáningu til að virka öruggari til dæmis á stefnumótum og í atvinnuviðtölum.


Vinirnir Tomias og Dahlia takast á við drauma og áskoranir bernskunnar í litlum bæ í Norður-Ástralíu.

Önnur sería af þessari skemmtilegu keppni þar sem danskir krakkar reyna á hæfileika sína á ströndinni og í vatninu í æsispennandi keppni um besta strandvörðinn.

Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.
Halli og Heiðar úr Pollapönki spila og syngja vinsæla íslenska slagara. Við getum verið með því gítargrip og texti birtist á skjánum.
Lagið Frjáls er upphaflega með hljómsveitinni Facon frá Bíldudal. Hér fara þeir Halli og Heiðar yfir gítargripin við þetta lag svo við getum æft okkur. Það er líka gaman að fylgja textanum og syngja með. „Ég er frjáls na-na-na-na-na"

Íþróttafréttir.

Bein útsending frá 75 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem hljómsveitin leikur stórvirki úr tónlistarsögunni undir stjórn Evu Ollikainen. Einleikari á tónleikunum er Víkingur Heiðar Ólafsson og tekst hann á við fimmta píanókonsert Beethovens, Keisarakonsertinn. Önnur verk á efnisskránni eru Glaðaspraða, nýr hátíðarforleikur eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Darraðarljóð eftir Jón Leifs og Hetjulíf eftir Richard Strauss. Stjórn útsendingar: Salóme Þorkelsdóttir.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Svala Björgvinsdóttir.
Við lok frétta Vikunnar kemur Lilja frá Endósamtökunum og lætur Daniil og Birni prófa „túrverki“.
Berglind Festival kynnir: Sjö undur Íslands.
Daniil og Birnir loka þættinum með laginu Hjörtu.

Óskarsverðlaunamynd frá 2020 í leikstjórn Lee Isaac Chung. Kóresk-amerísk fjölskylda flyst á bóndabæ í Arkansas í leit að ameríska draumnum. Fjölskyldulífið tekur stakkaskiptum þegar orðljóta en ástríka amman flytur inn á heimilið. Saman takast þau á við hinar ýmsu áskoranir sem fylgja því að hefja líf á nýjum slóðum. Aðalhlutverk: Steven Yeun, Yeri Han og Alan Kim.

EM í frjálsíþróttum innanhúss í Hollandi.