Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Guðmunda Elíasdóttir fæddist í Bolungarvík árið 1920. Hún stundaði söngnám í Kaupmannahöfn og Frakklandi og bjó meðal annars í Bandaríkjunum og Kanada og starfaði við list sína. Hún kom fram í fjölda leiksýninga og söng í óperum, þar á meðal í fyrstu óperusýningu Þjóðleikhússins, Rigoletto, árið 1951.
Þættir frá 2002-2003 þar sem fjallað er um menningu og listir, brugðið upp svipmyndum af listafólki, sagt frá viðburðum líðandi stunda og farið ofan í saumana á straumum og stefnum. Umsjón: Jónatan Garðarsson. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson og Þiðrik Ch. Emilsson.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Dæmi eru um að hælisleitendur, sem hefur verið synjað um vernd og hafa ekki yfirgefið landið að 30 dögum liðnum eins og lög gera ráð fyrir, lendi á vergangi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað svonefnt lokað búsetuúrræði, þar sem fólk sem hefur verið synjað um vernd getur dvalið þar til það yfirgefur landið. Stórhluti stjórnarandstöðunnar gagnrýndi frumvarp útlendingalaganna þegar það var samþykkt í vor en þingmenn Flokks fólksins greiddu atkvæði með því. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fóru yfir málið í Kastljósi.
Spurningakeppni framhaldsskólanna 2001. Spyrill er Logi Bergmann Eiðsson, Ármann Jakobsson er dómari og höfundur spurninga og stigavörður er Þóra Arnórsdóttir. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason. e.
Í þessari úrslitaviðureign frá árinu 2001 mætast lið Menntaskóalans í Reykjavík og Borgarholtsskóla. Keppt er í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi. Fyrir MR keppa: Svanur Pétursson, Hjalti Snær Ægisson og Sverrir Teitsson. Fyrir Borgarholtsskóla keppa: Hilmar Már Gunnarsson, Sæmundur Ari Halldórsson og Páll Theódórs.
Þáttur frá árunum 1998-2000 með tónlist og gamni þar sem tekið er á móti góðum gestum sem jafnvel komast í hann krappann. Umsjón: Hera Björk Þórhallsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Þáttur frá árinu 2000 með tónlist og gamni þar sem tekið er á móti góðum gestum sem jafnvel komast í hann krappann. Umsjón: Hera Björk Þórhallsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.
Sænsk heimildarþáttaröð um tilurð frægra popplaga. Í þessum þætti er fjallað um tilurð lagsins Don't Stop Believin' með hljómsveitinni Journey.
Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.