16:50
Hvað getum við gert?
COP26
Hvað getum við gert?

Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm.

Í ár verður 26. loftslagsfundurinn í Glasgow og eru einmitt 125 ár síðan sænski vísindamaðurinn og nóbelsverðlaunahafinn Svante Arrhenius setti fram tilgátu um samhengi milli koldíoxíðs og hlýnunar jarðar. Í dag er hitastig jarðar hærra en það hefur verið í fjórar milljónir ára og fáir sem reyna að þræta fyrir ábyrgð mannsins á því. Á fundinum í Glasgow gefst tækifæri til að snúa þróuninni við.

Var aðgengilegt til 21. september 2023.
Lengd: 8 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,