13:35
Kastljós
Áskoranir í orkumálum
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Kastljós er helgað orkumálum í kvöld. Á mánudag kom út samantektarskýrsla milliríkjanefndar sameinuðu þjóðanna, þar sem fram kom að hlýnun jarðar verði óstöðvandi og stjórnlaus ef ekki tekst að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á næstu tveimur árum. Íslensk stjórnvöld stefna að kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum í síðasta lagi árið 2040 og að Ísland verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða. Verkefnið sækist hins vegar hægt. Eftir tímabundin samdrátt í Covid hefur olíuinnflutningur aukist. Hvenær förum við að sjá ávinning af þeim aðgerðum sem búið er að ráðast í og hvað þarf að gera meira af strax? Gestir Kastljóss voru Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 21 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,