17:00
Landakort
Er stafræna byltingin að stela minningunum okkar?
Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

"Við erum að upplifa þá tíma sem er hvað mest myndið í heiminum. Það eru allir með flotta myndavél í símanum sínum og það eru allir að mynda allt sem gerist. En við höfum áhyggjur af því að þetta verði sá tími sem verður mest myndaður en minnst verður til af myndum af," segir Þórhallur Jónsson eigandi ljósmyndaþjónustunnar Pedrómynda á Akureyri.

Líklega höfum við aldrei verið jafn dugleg við að skrásetja daglegt líf okkar. Við tökum ógrinni af ljósmyndum og erum í stöðugum samskiptum við vini okkar í gegnum samfélagsmiðla og samskiptaforrit. En hvað af þessu varðveitist eftir okkar dag? Ömmur okkar og afar geta iljað sér við að lesa gömul ástarbréf en rómantísk skilaboð á snapchat eða "læk" á instagram er erfiðara að varðveita.

Landinn veltir því fyrir sér í kvöld hvort stafræna byltingin sé mögulega að stela frá okkur minningunum.

Var aðgengilegt til 28. apríl 2023.
Lengd: 7 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,