19:35
Kastljós
Trúarofbeldi, Landsnet og Suðurnesjalína 2, Hildur Hákonardóttir
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Trúarofbeldi nefnist það þegar ofbeldi er beitt í nafni trúar innan trúfélaga. Anna Margrét Kaldalóns ólst upp í Vottum Jehóva til 12 ára aldurs. Hún stofnaði í vor stuðningshóp fyrir fyrrverandi meðlimi í Vottum Jehóva, sem telur um 60 manns. Petra Hólmgrímsdóttir sálfræðingur hefur rannsakað sértrúarsöfnuði sérstaklega og afleiðingar trúarofbeldis. Á næstunni ætla þær að stofna samtök fyrir þolendur ofbeldis innan allra trúfélaga. Kastljós ræddi við Önnu Margréti og Petru.

Sveitarfélög á Suðurnesjum skora á sveitarfélagið Voga og Landsnet að leysa ágreining um lagningu Suðurnesjalínu 2 svo tryggja megi raforkuöryggi á svæðinu. Vogar eru eina sveitarfélagið á svæðinu sem ekki hefur veitt framkvæmdaleyfi en bæjarstjórnin vill jarðstreng frekar en loftlínu. Kastljós hitti Sverri Jan Norðfjörð, verkefnastjóra hjá Landsneti, og spurðum hvers vegna fyrirtækið vill ekki leysa málið með því að grafa línuna í jörð í gegnum Voga.

Rauður þráður nefnist yfirlitssýning á verkum Hildar Hákonardóttur, eins fremsta myndlistarmanns sinnar kynslóðar og áhrifavalds í kvennabaráttunni, sem opnuð var á Kjarvalsstöðum um helgina. Kastljós leit við á sýningunni.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
Dagskrárliður er textaður.
Bein útsending.
,