
Í Toppstöðinni er fylgst með ólíkum hópum frumkvöðla í spennandi vegferð hugmyndar, af þróunarstigi til fullbúinnar vöru eða þjónustu. Meðal annars verður fylgst með nýjungum á sviði húsbygginga, símatækni, orku, eldsneytis, heilsuvara og afþreyingar fyrir börn svo fátt eitt sé nefnt.

Dönsk þáttaröð í fjórum hlutum um íbúðarhús víðs vegar á Grænlandi og fjölskyldurnar sem þar búa. Í hverjum þætti kynnumst við nýrri fjölskyldu og sjáum hvernig hún býr.

Þáttaröð þar sem draugatrú Íslendinga tekin til skoðunar ásamt annarri þjóðtrú, á borð við hjátrú og trú á álfa. Rætt er við ýmsa sérfræðinga og þá sem hafa haft persónuleg kynni af afturgöngum, álfum eða framliðnum. Rýnt er í hvernig draugatrú endurspeglar samfélagið, menninguna og síðast en ekki síst, sálarlíf og samvisku mannsins. Umsjón: Bryndís Björgvinsdóttir. Dagskrárgerð: Rakel Garðarsdóttir.

Egill Helgason og Sigríður Hagalín Björnsdóttir fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Egill Helgason er umsjónarmaður Silfursins í dag. Fyrsti gestur hans er Ekaterina Gribacheva, sem ræðir þá mynd sem almenningur í Rússlandi fær af stríðinu.
Þá mæta í þáttinn þau Karl Garðarsson fyrrverandi alþingismaður, Rebekka Þráinsdóttir rússneskufræðingur og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor til þess að ræða Úkraínustríðið. Næstu gestir þáttarins eru Eldur Ólafsson framkvæmdastjóri, Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur og Sigrún Davíðsdóttir fréttamaður og ræða efnahagsþvinganir vegna stríðsins. Að lokum sest Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, í settið og ræðir málefni Úkraínu.


Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.

Litli Malabar er mjög forvitinn og lánsamur, hann fær að ferðast um alheiminn eins og hann væri stór leikvöllur og talar við plánetur og stjörnur til að öðlast skilning á því hvaðan við komum og hvernig heimurinn myndaðist. Í hverjum þætti fær hann að kanna eitt náttúrufyrirbæri eða vísindahugmynd.

Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.

Blæja er sex ára hundur sem er stútfull af óstöðvandi gleði. Allir venjulegir hlutir geta orðið ævintýri hjá Blæju og fjölskyldu hennar.

Huggulegir þættir þar sem snjómaðurinn les úr sínum uppáhaldsbókum fyrir litlu mýsnar í bókabúðinni.