11:20
Ísland: bíóland
Spegill á samfélagið
Ísland: bíóland

Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.

Ný kynslóð kvikmyndaleikstjóra kveður sér hljóðs undir lok fyrsta áratugarins og í upphafi annars og margir þeirra vekja mikla athygli þegar á líður. Vaktaserían og eftirmáli hennar, kvikmyndin Bjarnfreðarson, ná geysilegum vinsældum og Friðrik Þór gerir upp ferilinn í afar persónulegri mynd, Mömmu Gógó, sem setur íslenskar kvikmyndir í sögulega vídd. Einnig er fjallað um einkenni og persónur íslenskra kvikmynda og samband íslenskra áhorfenda við þær og lykilmyndirnar eru Eldfjall, Sveitabrúðkaup, Mamma Gógó, Borgríki og Bjarnfreðarson.

Var aðgengilegt til 27. ágúst 2021.
Lengd: 57 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
Engin dagskrá.
,