20:20
Ísland: bíóland
Löng fæðing
Ísland: bíóland

Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.

Í kvikmyndum frá fyrri hluta 20. aldar og fram undir lok 6. áratugarins má sjá löngun til að takast á við þetta nýja tjáningarform af bjartsýni og áræðni en einnig erfiðar aðstæður og brostna drauma. Rýnt er meðal annars í myndirnar Fjalla-Eyvindur, Saga Borgarættarinnar, Ævintýri Jóns og Gvendar, Hadda Padda, Björgunarafrekið við Látrabjarg, Milli fjalls og fjöru, Síðasti bærinn í dalnum, Ágirnd og Salka Valka.

Var aðgengilegt til 21. ágúst 2021.
Lengd: 57 mín.
Dagskrárliður er textaður.
Engin dagskrá.
,