20:00
Okkar á milli
Jasmina Vajzovic Crnac
Okkar á milli

Sigmar Guðmundsson fær til sín góða gesti úr öllum áttum og ræðir við þá undir fjögur augu. Gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa áhugaverða sögu að segja. Dagskrárgerð: Salóme Þorkelsdóttir.

Sigmar ræðir við Jasminu Vajzovic Crnac sem hefur búið á Íslandi frá árinu 1996. Hún flutti hingað sextán ára gömul en þá hafði stríð geysað í heimalandi hennar, Bosníu Hersegóvínu, í nokkur ár. Nokkuð áhyggjulaus æska breyttist í martröð á nánast einni nóttu þegar stríðið braust út og hún horfið á fólk deyja, var ofsótt og lifði í stöðugum ótta. En hún fékk tækifæri til að öðlast nýtt líf á Íslandi, tækfæri sem hún hefur heldur betur nýtt sér. Og skilaboð hennar í dag eru einföld, okkur ber skylda til að hjálpa fólki á flótta.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 33 mín.
Dagskrárliður er textaður.
Engin dagskrá.
,