14:00
Maður er nefndur
Stefán Jónsson
Maður er nefndur

Þáttaröð framleidd um aldamótin 2000 þar sem rætt er við Íslendinga sem orðið hafa vitni að mestu breytingum Íslandssögunnar á þessari öld.

Eva Ásrún Albertsdóttir ræðir við Stefán Jónsson söngvara. Stefán segir frá æskuárunum í Skuggahverfinu í Reykjavík. Hann segir frá því hvernig það atvikaðist að hann gerðist söngvari. Stefán rekur söngferilinn sem hófst með SAS tríóinu, hann segir frá hæfileikakeppni í Austurbæjarbíói sem hann tók þátt í, sveitaböllum sem hann lék á og árunum með hljómsveitinni Plútó kvintett og málaferlum sem leiddu til þess að nafni hljómsveitarinnar var breytt í Lúdó sextett. Stefán segir frá dansmenningunni hér á árum áður, plötuupptökum í Landsímahúsinu, flutningi lagsins "Ég veit þú kemur" á Þjóðhátíð í Eyjum árið 1962 o.fl. Dagskrárgerð: Ásgrímur Sverrisson.

Var aðgengilegt til 10. febrúar 2020.
Lengd: 32 mín.
e
Endursýnt.
,