Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 6. mars 2016
Aðgengilegt á vef til 6. júní 2016

Rokkland - A.F.É.S. & Í.T.V. 2016

Í seinni hluta Rokkland heyrum við hvernig íslensku tónlistarverðlaunum var útdeilt á föstudaginn en í þeim fyrri erum við á ísafirði og förum svo í siglingu inn í Jökulfirði. Björk fékk flest verðlaun á Íslensku Tónlistarverlaunum og Of Monsers and Men og Agent Fresco fylgdu í kjölfarið. Sturla Atlas var svo valin bjartasta vonin af hlustendum og starfsfólki Rásar 2. RÚV sendi út beint frá hátíðinni og í Rokklandi dagsins skautum við yfir popp-rokk-djass og blús hluta verðlaunanna. Björn Jörundur var kynnir og söng líka í upphafsatriðinu. Glowie tók lagið, Stórsveit Reykjavíkur líka og Agent Fresco. Hugmyndin að Aldrei Fór Ég suður tónlistarhátíðinni kviknaði á bar í London fyrir 13 árum síðan hjá þeim feðgum Mugison og pabba hans. Þetta byrjaði sem fáránleg hugmynd og rugl en ruglið var framkvæmt og síðan hefur það verið endurtekið á hverju ári í rúman áratug um páskana. Allt um það í Rokklandi í dag.