Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 4. ágúst 2015
Aðgengilegt á vef til 2. nóvember 2015

Víðsjá - Hýrir húslestrar og stuð í Færeyjum

Hýrir húslestrar, Ólafsvaka, Kyrralíf, kvikmyndir og Bók vikunnar Dagskrá hinsegin daga í Reykjavík hefst í dag. Í þætti dagsins verður rætt við Júlíu Margréti Einarsdóttur um Hýra húslestra sem fram fara á föstudaginn. Einnig verður rætt við Sif Gunnarsdóttur forstöðukonu Norræna hússina í Þórshöfn um nýafstaðna Ólafsvöku. Ásgeir H. Ingólfsson segir Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary sem fram fór í júlí og Margrét Elísabet Ólafsdóttir myndlistargagnrýnandi fjallar um sýninguna Kyrralíf sem stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi á vegum Kunstschlager. Einnig verður lesið úr bók vikunnar sem er að þessu sinni skáldsagan Í leyfisleysi eftir sænska rithöfundinn Lenu Andersson en hún mun heimsækja Bókmenntahátíð í Reykjavík sem haldin verður í haust.