Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 15. nóvember 2015
Aðgengilegt á vef til 13. febrúar 2016

Útvarpsleikhúsið: Síðustu dagar Kjarvals

eftir Mikael Torfason. Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir. Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson. Árið er 1968 og Kjarval býr á Hótel Borg. Það er sótt að honum að gefa þjóðinni, eða í það minnsta Reykvíkingum, allt sem hann á og hlunnfara þannig afkomendur sína. Síðustu dagar Kjarvals er heimildaleikhús og undir er öll ævi eins ástsælasta listamanns þjóðarinnar. Persónur og leikendur: Kjarval: Sigurður Sigurjónsson. Tove Kjarval: Charlotte Bøving. Stella: Elma Stefanía Ágústsdóttir. Í öðrum hlutverkum: Örn Árnason, Baldur Trausti Hreinsson, Stefán Hallur Stefánsson, Freyja Maríanna Benediktsdóttir, Brynja Maja Benediktsdóttir, Þorleifur Thorlacius Þrastarson, Ágúst Breki Eldjárn Stefánsson og fleiri.