Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 30. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 28. ágúst 2017

Mannlegi þátturinn - Cittaslow,Kræklingaveiður og Heimildamynd um Vopnafjörð

Mannlegi þátturinn 30.maí 2017 Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson Cittaslow-hreyfingin svokallaða er afsprengi „Hæglætishreyfingarinnar“ eða The Slow Movement. Hún á uppruna sinn að rekja til Ítalíu á níunda áratuginum. Síðan þá hefur henni vaxið hratt fiskur um hrygg því árið 2013 höfðu 176 bæir og sveitarfélög í 27 löndum gerst aðilar að hreyfingunni, þar á meðal Djúpavogshreppur fyrir austan. En hvað nákvæmlega er Cittaslow? Bryndís Reynisdóttir, sem starfað hefur sem ferða- og menningarmálafulltrúi á Djúpavogi kemur og fræðir okkur um þessa áhugaverðu hreyfingu hér rétt á eftir. Og svo sláum við þráðinn til Vopnafjarðar en þar er boltinn farin að rúlla og um síðastliðna helgi var sýnd ný heimildamynd um bæinn, mynd sem hefur verið nokkur ár í vinnslu. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór með áhöfninni á Sigurey ST22 að uppskera krækling á Steingrímsfirði - eftir að í land var komið var kræklingurinn matreidddur af Gunnari Jóhannssyni og í lokin borðaður með þeim Ómari Pálssyni og Ólafi Ingimundarsyni, sem ræddu bragð og matreiðsluaðferðir. Meira um sjóferð þá hér á eftir.