Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 11. október 2017
Aðgengilegt á vef til 9. janúar 2018

Lestin - St Vincent, Díana Júlíusdóttir, Lil B, MIMRA

Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Díönu Júlíusdóttur ljósmyndara sem nýverið vann ásamt fleiri listamönnum til verðlauna í hinni virtu alþjóðlegu ljósmyndakeppni sem kennd er við breska 19. aldar ljósmyndarann Juliu Margaret Cameron. MIMRA er listamannsheiti tónlistarkonunnar Maríu Magnúsdóttur. MIMRA sendi frá sér sína aðra breiðskífu á mánudaginn, Sinking Islands. Platan hrífur hlustandann með sér í ferðalag gegnum mismunandi stíla og stefnur tónlistar hennar. Rödd Maríu og einstök stílbrigði eru þráðurinn sem tvinnar saman heildarmynd þessa hljóðheims raftónlistar og strengjahljóðfæra. MIMRA er gestur Lestarinnar í dag. Nú í ágúst kom út mixteipið Black Ken eftir bandarísku rappstjörnuna Lil B. Menn hafa beðið lengi spenntir eftir nýju efni frá honum og nú er biðin á enda. Hann segir þetta vera fyrsta opinbera mixteipið sem hann gefur út, hann bjó til alla taktana sjálfur og hefur teipið fengið afar góða dóma. Þórður Ingi Jónsson, segir nánar frá Lil B í þætti dagsins. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson