Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 26. apríl 2015
Aðgengilegt á vef til 25. júlí 2015

Hvað ber að gera? (10 af 15)

Samtöl um spillingu, samfélagsábyrgð, sjálfbærni og gagnsæi
Talsverður hluti jarðarbúa lifir betra lífi í dag en dæmi eru um á fyrri tímum. Þótt því fari fjarri að þetta eigi við um allt mannkynið, er staðreyndin sú að Vesturlandabúar lifa við meiri velmegun en hægt hefði verið að ímynda sér fyrir ekki svo löngu síðan. Bjartsýnisspámenn þreytast ekki á að minna á þetta í metsölubókum á borð við Heimur batnandi fer eftir Matt Ridley eða ritum eins og Better angels of our nature eftir Stephen Pinker, sem reynir að sýna fram á að ofbeldi í heiminum hafi snarminnkað á síðustu öldum og að þrátt fyrir ýmis stríð og óöryggi víða um heim, njóti heimsbyggðin almennt meiri friðar og öryggis en nokkur dæmi eru um frá fyrri öldum.
Þrátt fyrir þetta er erfitt fyrir hugsandi fólk að sjá ekki að framundan eru fjölmörg vandamál eða úrlausnarefni sem augljóslega skipta sköpum fyrir þróun næstu áratuga á sviði efnahagsmála, stjórnmála, menningar, lífshátta og lífskjara. Hinir bjartsýnu hafa mikla tilhneigingu til að gera lítið úr áhyggjum og halda því jafnvel fram að flest þessara vandamála muni leysast best ef stjórnvöld gera sem minnst. Aðrir benda á að lausnir hljóti að miklu leyti að ráðast af langtímastefnumótun einstakra ríkja og jafnvel alþjóðasamfélagsins í heild sinni.
Umsjónarmenn: Ævar Kjartansson og Jón Ólafsson, heimspekingur.