Góð ráð og æfingar sem tilvalið er að gera heima. Íris Rut Garðarsdóttir sjúkraþjálfari hefur umsjón með leikfiminni.
Styrktaræfingar fyrir handleggi. Sitjandi æfingar. Gott að hafa létt lóð eða vatnsflösku við hendina.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Núna í janúar eru sex ár liðin frá því að snjóflóð féllu á Flateyri og inn á heimili Ölmu Sóleyjar Önnudóttur Wolf. Hún var þá fjórtán ára og sú eina sem lenti í flóðinu. Alma Sóley flutti frá Flateyri skömmu síðar en er nú komin aftur vestur. Halla Ólafsdóttir heimsótti hana fyrir Kastljós.
Rætt um þyngdarstjórnunarlyf sem sífellt fleiri Íslendingar nýta sér. Hvað hefur reynslan kennt okkur og hvers er að vænta á næstu árum? Rætt við Erlu Gerði Sveinsdóttur, sérfræðilæknir sem starfar við offitumeðferð.
Íris Líf Stefánsdóttir lýsir sjálfri sér sem gellu sem elskar peninga og frelsi og hefur vakið athygli fyrir hagsýni og sparnaðarráð á samfélagsmiðlum. Við fáum fimm skotheld fjármálaráð frá henni í þættinum.
Brot úr þáttaröðinni Íþróttaafrek Íslendinga.
Brot úr þáttaröðinni Íþróttaafrek Íslendinga. Í þessu broti er fjallað um þátttöku íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008, þar sem Ísland vann til silfurverðlauna.
Upptaka frá 30 ára afmælistónleikum Stjórnarinnar í Háskólabíói haustið 2018 þar sem hljómsveitin lék öll sín vinsælustu lög. Stjórnina skipa Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson, Friðrik Karlsson, Jóhann Ásmundsson og Sigfús Óttarsson. Dagskrárgerð: Gísli Berg.
Hjartnæm kvikmynd frá 2013 um Matthew, einmana ekkil sem er búsettur í París. Dag einn kynnist hann ungri franskri konu að nafni Pauline og á milli þeirra þróast sterk vinátta sem uppkomin börn Matthews eiga erfitt með að skilja. Leikstjóri: Sandra Nettelbeck. Aðalhlutverk: Michael Caine, Clémence Poésy, Justin Kirk og Jane Alexander.
