Jólaþáttur Popppunkts frá 2011 þar sem Baggalútur og Frostrósir keppa. Lið Frostrósa skipa Karl Olgeir Olgeirsson, Margrét Eir Hjartardóttir og Friðrik Ómar Friðriksson. Lið Baggalúts skipa Karl Sigurðsson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson. Umsjónarmenn eru dr. Gunni og Felix Bergsson. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í byrjun vikunnar var nýr vefur Þjóðkirkjunnar settur í loftið og nýtt merki kirkjunnar kynnt og á næstu dögum hleypir Þjóðkirkjan af stokkunum auglýsingaherferð þar sem þekktir einstaklingar lýsa trú sinni og gildum. Rætt við biskup Íslands um hvers vegna ráðist sé í þetta verkefni.
Rætt við tónlistarmanninn Don Randi, sem lék með mörgum af frægustu tónlistarmönnum 20. aldar - eins og Elvis Presley, Beach Boys og Frank Sinatra. Hann spilar nú á Íslandi tíunda árið í röð.
Einnig sagt frá La Bohéme, óperunni sígildu sem nú fyllir Borgarleikhúsið af bassa- og baritónsöng.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Í Snæholti les Júlíus óskabréf Elísu og blæs galdrakúlu! Í Hinum heiminum segir Selma frá því að bréfið hafi orðið að bréffugli og flogið til Snæholts en því trúir Nói ekki.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þorri er að föndra jólakort þegar Þura kemur í heimsókn.
Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir en að þessu sinni fræðumst við um jörðina. Þáttunum er ætlað að hvetja yngri áhorfendur til að verða ábyrgir borgarar og hjálpa þeim að skilja umhverfi sitt, svo þeir geti lagt sitt af mörkum til að vernda það.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Björn Elí Jörgensen Víðisson fékk fyrstu greininguna af mörgum tæplega ársgamall. Greiningunum fylgja ýmsar áskoranir en Björn Elí fer sínar eigin leiðir.
Íslensk leikin þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir.
Heimilið er í óreiðu og Klara neitar að koma heim í óbreytt ástand. Felix þrjóskast við en grípur að lokum til aðgerða til að koma til móts við Klöru með ófyrirséðum afleiðingum.
Danskir spennuþættir um hóp rannsóknarblaðamanna sem starfar við margverðlaunaðan og farsælan fréttaskýringaþátt í sjónvarpi. Það er orðið heldur langt síðan þátturinn hefur opinberað stórt mál og nú ógnar breytt fjölmiðlalandslag tilvist hans. En þegar ristjóranum Liv berst nafnlaus ábending fara hjólin að snúast og fyrr en varir flækjast hún og teymið hennar inn í efstu lög danskra stjórnvalda. Aðalhlutverk: Mille Dinesen, Søren Malling, Lila Nobel og Afshin Firouzi. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Felix, a retired customs officer, moves with his wife, Klara, to an assisted living facility in Reykjavík. While Klara embraces her newfound freedom, Felix struggles to find purpose in his monotonous daily life, and minor inconveniences soon spiral into major conflicts. Director: Ragnar Bragason. Main cast: Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir
With the home in disarray, Klara refuses to return until things change. Stubborn and suspicious, Felix begins to believe she’s found someone else and decides to try something new to win her back.