Íslenskir þörungar í sushiblöð?  • Prenta
  • Senda frétt

Eva Dögg Jóhannesdóttir er líffræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða og henni finnst sushi gott. Það þykir sjálfsagt fleiri líffræðingum en Eva Dögg hefur náð að samtvinna þennan áhuga vinnunni sinni.

Hún vinnur nú að rannsóknum sem miða að því að kanna hvort hægt sé að rækta purpurahimnu, sem er rauðþörungur, og búa til úr honum svokölluð nori-blöð. Það eru þessi þunnu blöð sem gjarnan eru vafin utan um sushibita. Það eru sannarlega til fordæmi fyrir ræktun af þessu tagi, því að sögn Karls Gunnarssonar, þörungasérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun, skilar purpurahimnuræktun einna mestum arði af allri ræktun sem stunduð er í sjó eða vötnum í suðaustur Asíu.

Landinn spjallaði við Evu Dögg á Náttúrustofu Vestfjarða, á Bíldudal.

Þáttinn í heild er hægt að sjá hér.

Svo er Landinn á FacebookInstagram og YouTube. Kíkið endilega á okkur þar!

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku