Mynd með færslu

Streymi

Í Streymi er fyrst og fremst flutt ný og spennandi erlend tónlist sem vakið hefur athygli spekinga á allra síðustu dögum. Framsækið popp, alls kyns elektróník, tilraunakennt rokk og fjölbreytt indí-tónlist ... og jafnvel djass ... eða dauðarokk.
Næsti þáttur: 23. ágúst 2017 | KL. 19:23
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Skip og híbýli

Fólk er beðið um að koma sér stundvíslega fyrir í híbýlum og skipum, fyrir framan viðtækin í kvöld.Því það verður brjáluð stemmning í Streymi kvöldsins þegar nýtt og nýlegt efni frá hetjum nútíma poppsins verður skotið út í andrúmsloftið frá...
16.08.2017 - 18:32

Góðar stundir

Það er gott að sofa og þeir sem vilja fara snemma í kvöld geta svo sem gert það eftir Streymi en ættu samt að gæta sín því þátturinn verður mjög hressandi. Það er boðið upp á fullt af nýju efni rétt eins og venjulega þannig að nýjungagjarna fólkið...
09.08.2017 - 20:25

Hæg breytileg átt

Já það verður sólríkt og hressandi Streymið okkar í kvöld og fullt af skemmtilegu nýju efni spilað. Þó nokkrir brautryðjendur bransans fá að skína ásamt yngri spámönnum sem eru að stíga fastar inn í frægðarljósið með hverri nýrri plötu.
02.08.2017 - 20:48

Snarpar vindhviður

Það er heldur betur boðið upp á veislu fyrir skilvísa greiðendur útvarpsgjaldsins í kvöld. Það verður að venju boðið upp á snarpar vindhviður og stútfullan Streymis þátt af áhugaverðri tónlist sem hefur glatt tónlistarhjartað á undanförnum vikum.
19.07.2017 - 19:21

Talsverðar dempur

Jæja, lægðin komin aftur eftir stutt hlé til að minna okkur á að íslenska sumrið er helvítis drasl og þessir landnámsmenn voru vitleysingar. Við látum það nú samt ekki hafa of mikil áhrif á okkur og huggum okkur við nýja indí drullu og huggulega...
12.07.2017 - 20:15

Allhvöss austanátt

Í kvöld kíkjum við á nokkur af bestu lögum ársins 2017 hingað til, samkvæmt NME en þetta aldraða poppblað er enn til og hittir einstaka sinnum nagla á höfuð þrátt fyrir erfiðleika í reksri og ímynd.
06.07.2017 - 10:02

Þáttastjórnendur

Mynd með færslu
Þorsteinn Hreggviðsson

Þættir í Sarpi

Mynd með færslu

Streymi

Skip og híbýli
16/08/2017 - 19:23
Mynd með færslu

Streymi

Góðar stundir
09/08/2017 - 19:23