Mynd með færslu

Örvarpið

Örvarpið er örmyndahátíð RÚV á netinu og vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist.

Örvarpið 2016

Vinnur með kyngervi og transfólk í sigurmynd

Örmyndin HAMUR eftir Völu Ómarsdóttir hlaut Örvarpann, siguverðlaunin í samkeppni Örvarpsins á Stockfish kvikmyndahátíðinni um helgina.
06.03.2017 - 11:04

Reach For Me

Tónlistamyndbandið Reach For Me er grafískt listaverk sem grípur auga áhorfendans um leið. Teiknuð veröldin er mögnuð viðbót við tónverkið; önnur vídd sem hrífur áhorfandann með sér í ævintýralegt ferðalag. Öll umgjörð og eftirvinnsla einkennist af...
22.12.2016 - 20:53

Revolve

Myndin Revolve fjallar um hina eilífu leit að sjálfinu. Útlit myndarinnar er mjög fallegt, kvikmyndatakan er vönduð og leikmyndin ævintýraleg. Myndin skilur í raun eftir fleiri spurningar en svör - líkt og leitin eilífa að sjálfinu.
15.12.2016 - 20:55

From this Angle

Fallegt sjónarhorn af sambandi lífs og listar. Tónlist og svipmyndir úr hversdagsleikanum vinna náið saman sem skapar heilstæða mynd af því nána umhverfi, þeim kjarna, sem listsköpun sprettur úr.
08.12.2016 - 20:55

Heimakær

Falleg heimild um þá kynslóð sem ólst upp án þeirrar tækni sem telst sjálfsögð í dag, kynslóð sem er hverfandi en minnir okkur á þau gildi sem við megum aldrei gleyma.
01.12.2016 - 20:55

Mamma martröð

Ímyndurnaraflið fær að njóta sín í myndinni Mamma Martröð. Myndin er vel unnin. Sterkir litir og undarlegar fígúrur dansa við drungalega tónlist sem gefa myndinni draumkenndan blæ – eða öllu heldur martraðarkenndan.
24.11.2016 - 20:55

Örvarpið 2015

Bjartur og hreindýrið

Frásögn byggð á útdrætti bókar Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk. Áhorfandinn fylgir Bjarti og tilraun hans til að veiða á hreindýri.
06.01.2016 - 20:55

Brúðkaupið

Síðasti jólamoli Örvarpsins er örmyndin Brúðkaup eftir Gretu Söndru Davidsson.
24.12.2015 - 20:55

Induction

Jólamoli vikunnar er tileinkaður unga fólkinu.
17.12.2015 - 21:00

Örvarpið 2016 – taktu þátt í áhorfendakosningu

Hér gefst lesendum RÚV.is kostur á að kjósa sína uppáhalds örvarps-mynd en sú sem flest atkvæði fær verður örmynd ársins og hlýtur Go Pro myndavél að launum. Uppskeruhátíð Örvarpsins verður haldin 28. febrúar í Bíó paradís.
07.02.2017 - 13:48

Örvarpið 2016 – allar örmyndirnar

Örvarpið er örmyndahátíð RÚV en hún verður hluti af kvikmyndahátíðinni Stockfish í ár sem er haldin dagana 23. febrúar - 5. mars. 
07.02.2017 - 15:58

Lokað fyrir umsóknir

Örvarpið hefur nú lokað fyrir nýjar umsóknir en 12 örmyndir urðu fyrir valinu þetta tímabilið og verða síðustu tvær þeirra birtar á vefnum okkar á fimmtudagana 15. desember og 22. desember kl. 21.00.
13.12.2016 - 09:25

Örvarpið opnar fyrir umsóknir 1. september

Örvarpið, vettvangur örmynda á Íslandi, hefur aftur göngu sína haustið 2016. Þetta er fjórða tímabil Örvarpsins, það hýsir örmyndahátíð á vef RÚV, undir www.ruv.is/orvarpid, en einnig verður uppskeruhátíð Örvarpsins haldin á Stockfish film festival...
30.08.2016 - 11:45

Örvarpinn afhentur í þriðja sinn

Örmyndin Amma, eftir Eyþór Jóvinsson, hlýtur fyrstu verðlaun í Örvarpinu – örmyndahátíð RÚV. Örvarpið er vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist og voru úrslitin tilkynnt á uppskeruhátíð sem fram fór í Bíó Paradís...
07.03.2016 - 15:52

Örvarpið 2015 – allar myndirnar

Uppskeruhátíð Örvarpsins verður haldin hátíðleg laugardaginn 5. mars, frá kl. 18.00-21.00 í Bíó Paradís.
29.02.2016 - 12:22

Umsókn

Lokað hefur verið fyrir umsóknir.

Hvað er Örvarpið?

Örvarpið er örmyndahátíð RÚV á netinu og vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist.

Gerðu tilraunir með örmyndaformið, hvort sem eru tilraunakenndar stuttmyndir, vídeólist, hreyfimyndir, stutt-heimildarmyndir, tölvuteiknimyndir eða eitthvað allt annað – allt er leyfilegt.

Myndin má ekki vera lengri en 5 mínútur.

Sérstök valnefnd velur vikulega eitt verk til sýningar á haustin hér á vefsvæði Örvarpsins. Valin verk verða í kjölfarið til sýningar á vorin á örmyndahátíðinni Örvarpið í Bíó Paradís. Völdum verkum verða einnig gerð skil í sjónvarpi.

Hátíðin er ætluð öllum með áhuga á kvikmyndalist, reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Sendu okkur myndina þína! 

 • Hverjir mega taka þátt í Örvarpinu?
  Allir sem hafa áhuga á kvikmyndalist.

 • Hvert er aldurstakmarkið?

  Það er ekkert aldurstakmark.

 • Þarf ég að hafa reynslu af kvikmyndagerð?

  Nei, áhugi og vilji er allt sem þarf.

 • Hversu gamlar mega myndirnar vera?

  Það skiptir engu máli en skila þarf efninu á tölvutæku formi í gegnum vefinn.

 • Má senda inn tónlistarmyndband?

  Ef þú telur að það standi sem sjálfstætt verk er það alveg sjálfsagt. (Gættu þó að höfundarrétti tónlistarinnar).

 • Hvað er örmynd?

  Örmynd er mjög stutt kvikmynd. Örmynd segir sögu, lýsir atburði eða aðstæðum og/eða skapar myndræna upplifun.

 • Get ég sent ykkur fyrirspurn eða fengið frekari upplýsingar?

  Já, við erum með netfangið: orvarpid@ruv.is

 • Í hversu langan tíma hefur örmynd mín möguleika á að birtast á Örvarpinu?

  Allan tímann sem Örvarpið stendur yfir, fram til jóla 2014, hefur örmynd þín möguleika á því að vera valin af valnefndinni til birtingar á Örvarpinu.

Hafðu samband:

orvarpid(hjá)gmail.com

Ítarefni

Sýnidæmi

Hvað eru örmyndir? Hér eru nokkur dæmi.
10.08.2015 - 12:36

Styrkir og hátíðir

Upplýsingar um helstu hátíðir, innlendar og erlendar, og hvar er hægt að sækja um styrki.
10.08.2015 - 12:40

Facebook