Mynd með færslu

Örvarpið

Örvarpið er örmyndahátíð RÚV á netinu og vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist.

Örvarpið 2016

Heimakær

Falleg heimild um þá kynslóð sem ólst upp án þeirrar tækni sem telst sjálfsögð í dag, kynslóð sem er hverfandi en minnir okkur á þau gildi sem við megum aldrei gleyma.
01.12.2016 - 20:55

Mamma martröð

Ímyndurnaraflið fær að njóta sín í myndinni Mamma Martröð. Myndin er vel unnin. Sterkir litir og undarlegar fígúrur dansa við drungalega tónlist sem gefa myndinni draumkenndan blæ – eða öllu heldur martraðarkenndan.
24.11.2016 - 20:55

Katrín lilja

Stutt en áhrifarík innsýn inn í líf og aðstæður langveiks barns sem þrátt fyrir allt brosir sínu breiðasta af einskærri lífsgleði.
17.11.2016 - 20:55

Örvarpið 2015

Bjartur og hreindýrið

Frásögn byggð á útdrætti bókar Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk. Áhorfandinn fylgir Bjarti og tilraun hans til að veiða á hreindýri.
06.01.2016 - 20:55

Brúðkaupið

Síðasti jólamoli Örvarpsins er örmyndin Brúðkaup eftir Gretu Söndru Davidsson.
24.12.2015 - 20:55

Induction

Jólamoli vikunnar er tileinkaður unga fólkinu.
17.12.2015 - 21:00

Örvarpið opnar fyrir umsóknir 1. september

Örvarpið, vettvangur örmynda á Íslandi, hefur aftur göngu sína haustið 2016. Þetta er fjórða tímabil Örvarpsins, það hýsir örmyndahátíð á vef RÚV, undir www.ruv.is/orvarpid, en einnig verður uppskeruhátíð Örvarpsins haldin á Stockfish film festival...
30.08.2016 - 11:45

Örvarpinn afhentur í þriðja sinn

Örmyndin Amma, eftir Eyþór Jóvinsson, hlýtur fyrstu verðlaun í Örvarpinu – örmyndahátíð RÚV. Örvarpið er vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist og voru úrslitin tilkynnt á uppskeruhátíð sem fram fór í Bíó Paradís...
07.03.2016 - 15:52

Örvarpið 2015 – allar myndirnar

Uppskeruhátíð Örvarpsins verður haldin hátíðleg laugardaginn 5. mars, frá kl. 18.00-21.00 í Bíó Paradís.
29.02.2016 - 12:22

Hvaða örmynd er í mestu uppáhaldi hjá þér?

Uppskeruhátíð Örvarpsins 2015 verður haldin í Bíó Paradís, laugardaginn 5. mars, frá kl. 18.00. Þar mun örmynd ársins verða tilkynnt. Einnig verða veitt áhorfendaverðlaun, en öll verðlaun verða veitt frá Nýherja, umboðsaðila Canon á Íslandi.
01.03.2016 - 11:14

Uppskeruhátíð Örvarpsins

UPPSKERUHÁTÍÐ ÖRVARPSINS VERÐUR HALDIN HÁTÍÐLEG LAUGARDAGINN 5. MARS FRÁ KL 18:00-21:00 N.K Í BÍÓ PARADÍS – TAKIÐ DAGINN FRÁ!
08.02.2016 - 16:39

Örvarpið í Bíó Paradís laugardaginn 5. mars

Þriðja tímabil Örvarpsins hóf göngu sína á RÚV í haust. Fjórtán örmyndir urðu fyrir valinu af innsendum myndum yfir tímabilið. Valnefnd skipuðu þau Sindri Bergmann og Dögg Mósesdóttir.
04.02.2016 - 11:31

Umsókn

Sendu myndina þína í Örvarpið.

Sendu inn mynd

Hvað er Örvarpið?

Örvarpið er örmyndahátíð RÚV á netinu og vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist.

Gerðu tilraunir með örmyndaformið, hvort sem eru tilraunakenndar stuttmyndir, vídeólist, hreyfimyndir, stutt-heimildarmyndir, tölvuteiknimyndir eða eitthvað allt annað – allt er leyfilegt.

Myndin má ekki vera lengri en 5 mínútur.

Sérstök valnefnd velur vikulega eitt verk til sýningar á haustin hér á vefsvæði Örvarpsins. Valin verk verða í kjölfarið til sýningar á vorin á örmyndahátíðinni Örvarpið í Bíó Paradís. Völdum verkum verða einnig gerð skil í sjónvarpi.

Hátíðin er ætluð öllum með áhuga á kvikmyndalist, reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Sendu okkur myndina þína! 

 • Hverjir mega taka þátt í Örvarpinu?
  Allir sem hafa áhuga á kvikmyndalist.

 • Hvert er aldurstakmarkið?

  Það er ekkert aldurstakmark.

 • Þarf ég að hafa reynslu af kvikmyndagerð?

  Nei, áhugi og vilji er allt sem þarf.

 • Hversu gamlar mega myndirnar vera?

  Það skiptir engu máli en skila þarf efninu á tölvutæku formi í gegnum vefinn.

 • Má senda inn tónlistarmyndband?

  Ef þú telur að það standi sem sjálfstætt verk er það alveg sjálfsagt. (Gættu þó að höfundarrétti tónlistarinnar).

 • Hvað er örmynd?

  Örmynd er mjög stutt kvikmynd. Örmynd segir sögu, lýsir atburði eða aðstæðum og/eða skapar myndræna upplifun.

 • Get ég sent ykkur fyrirspurn eða fengið frekari upplýsingar?

  Já, við erum með netfangið: orvarpid@ruv.is

 • Í hversu langan tíma hefur örmynd mín möguleika á að birtast á Örvarpinu?

  Allan tímann sem Örvarpið stendur yfir, fram til jóla 2014, hefur örmynd þín möguleika á því að vera valin af valnefndinni til birtingar á Örvarpinu.

Hafðu samband:

orvarpid(hjá)gmail.com

Ítarefni

Sýnidæmi

Hvað eru örmyndir? Hér eru nokkur dæmi.
10.08.2015 - 12:36

Styrkir og hátíðir

Upplýsingar um helstu hátíðir, innlendar og erlendar, og hvar er hægt að sækja um styrki.
10.08.2015 - 12:40

Facebook