Mynd með færslu

Orð um bækur

Orðanna origami á Rás 1. Hugað að öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.
Næsti þáttur: 1. apríl 2017 | KL. 16:05
Hlaðvarp:   RSS iTunes

Hvað er svikaskáld?

Fríða Ísberg og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir eru meðal þeirra fjölmörgu ljóðskálda sem komið hafa fram á ljóðasamkomum í marsmánuði. Þær stunda báðar meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands og undirbúa nú ásamt fjórum öðrum útgáfu ljóðasafns.
24.03.2017 - 16:56

Hvert ljóð er sjálfstæður hlutur

Barokksellóleikarinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sendi fyrir jólin frá sér ljóðabók sem bar þann óræða titil USS. Steinunn segir ljóðin koma til sín við hversdagslegar aðstæður þegar hún er úti að labba í sveitinni í Frakklandi þar sem hún býr...
24.03.2017 - 16:28

Ljóð um land og líkama, ástina og franskar

Þann 8. mars síðastliðinn fögnuðu þær Elfur Sunna Baldursdóttir og Solveig Thoroddsen útgáfu fyrstu ljóðabóka sinna. Bækurnar heita Gárur sem er eftir Elfi og Bleikrými sem er eftir Solveigu. Bækurnar eru báðar hluti af hinni metnaðarfullu...
18.03.2017 - 13:32

Síðasti dagur Samúels og allir dagar okkar

Samúel ferst í bílslysi, keyrði hann viljandi á eða var þetta slys. Rithöfundur verður heltekin af því að komast að hinu sanna en opnar fyrir flóðgáttir þess hvernig við öll reynum að komast af í margsamsettu samfélagi nútímans. Skáldsagan Allt sem...
18.03.2017 - 13:14

Ljóðakvöld Hispursmeyjanna N° 11

Sunndagskvöldið 5. mars var á Loft hostel haldið ellefta ljóðakvöld Hispursmeyja. Vigdís Howser Harðardóttir upphafsmanneskja Hispursmeyja kynnti þau ljóðskáld sem höfðu sóst eftir að stíga á stokk á þessum vinsælu ljóðakvöldum sem haldin hafa verið...
14.03.2017 - 13:29

Hispursmey heldur ljóðakvöld mánaðarlega

Vigdís Howser Harðardóttir hefur í tæpt ár boðið til Hispursmeyjakvölds á Loft Hostel í Reykjavík. Hispursmeyjakvöld eru ljóðakvöld þar sem allir geta komið fram sem luma á ljóði rassvasanum eða annarri góðri hirslu. Vigdís stundar nám í...
11.03.2017 - 16:49

Þáttastjórnendur

Mynd með færslu
Jórunn Sigurðardóttir

Þættir í Sarpi

Mynd með færslu

Orð um bækur

Orð um ljóð, þegar útgefin og rétt óútgefin
25/03/2017 - 16:05
Mynd með færslu

Orð um bækur

Orð um nýjar ljóðabækur og merkilega sænska skáldsögu
18/03/2017 - 16:05

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016

Íslendingar tilnefna gagnrýninn skáldskap

Þriðjudaginn 1. nóvember 2016 verður tilkynnt hverjir hljóta verðlaun Norðurlandaráðs þetta árið. Bækurnar sem tilnefndar eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hafa á undanförnum vikum...

Finnar tilnefna sögulegar skáldsögur

Að vanda eru önnur bókin sem Finar tilnefna skrifuð á finnsku en hin á sænsku. Og eins og svo oft áður er í báðum tilvikum um sögulegar skáldsögur að ræða. Sú finnlandssænska Maskros gudens barn gerist á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og...

Einar Ben vs Ben Einarsson í myrkri sögunnar

Færeyingar tilnefna nú til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs skáldsöguna Eg síggi teg betur í myrkri eftir færeyska ljóðs - og sagnaskáldið Carl Jóhan Jensen. Íslenskri bókmenntaunnendur hafa haft tækifæri til að kynnast sagnaseiði Carls Jóhans en...

Háski og hormónar en aðallega þó síminn

Önnur bókin sem Svíar tilnefna til Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs er teiknimyndsagan Iggy 4 - ever eða Iggy að eilífu eftir Hönnu Gustafsson sem er margverðlaunuð fyrir myndskreytingar sína og teiknimyndasögur.

Ævintýri um græðgi og ótta

Rithöfundurinn Frida Nilson staðfestir í bókinni Ishavspirater eða Sjóræningjar í Íshafinu að hún hefur fundið spennandi aðferð við að segja börnum sögur sem skipta máli. Henni hefur oft verið líkt við Astrid Lindgren 21. aldarinnar en sú öld er...