Mynd með færslu

Öldin hennar

52 örþættir sendir út á jafnmörgum vikum um stórar og stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna, baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti og varpar ljósi kvennapólitík í sínum víðasta skilningi. Leikstjórn: Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Öldin hennar: Stúlka í sókn

Eftir kreppuna miklu árið 1929 rýrnuðu kjör verkafólks í landinu. Meðalvinnuvika verkakvenna var 72 til 84 klukkustundir á viku og laun höfðu lækkað. Sex ungar verkakonur ákváðu að taka málin í sínar hendur og stofna sitt eigið stéttafélag.
12.06.2015 - 15:15

Öldin hennar: Hulda hagkerfið

Í lok 19. aldar fluttist fólk í auknum mæli á mölina í leit að betri kjörum og nýrri atvinnu. Konur höfðu alla tíð unnið mikið og þrátt fyrir annan lífsstíl í bæjum varð á því lítil breyting.
12.06.2015 - 15:08

Öldin hennar: Frú Forseti

Árið 1980 vakti Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri og frönskukennari mikla athygli þar sem hún varð fyrst allra kvenna í heiminum til þess að hljóta lýðræðislega kosningu til embættis forseta.
12.06.2015 - 13:53

Fyrsta konan sem tók sæti á Alþingi

Konur á Íslandi hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis með stjórnarskrárbreytingu sem staðfest var 19. júní 1915. Ingibjörg H. Bjarnason af Kvennalista, kennari og skólastjóri, settist á Alþingi fyrst kvenna, árið 1923.
23.03.2015 - 10:09