Greta hrærð eftir æfinguna

Greta Salóme lauk rétt í þessu sinni annarri æfingu í Globen höllinni. Æfingin gekk vel og Greta þurfti að halda aftur af tárunum eftir flutninginn.

Greta mætt í Globen-höllina

Greta Salóme er mætt í Globen-höllina en innan skamms æfir hún, í annað sinn, atriði sitt Hear them calling. Á síðustu æfingu eyddu sænsku sjónvarpsmennirnir miklum tíma í að staðsetja Gretu á sviðinu.

Ólöf Erla Einarsdóttir og Jonathan Duffy

Þau Ólöf Erla Einarsdóttir og Jonathan Duffy hönnuðu grafík fyrir sviðsetningu atriðisins Hear them calling.

Evrópskt eldhús - dásemdar dömur

Í kvöld er það loka hnikkurinni í Eurovision upphitun Sigrúnar Huldar í eldhúsinu. Við heyrðum í gær í fimm körlum sem keppa í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2016 og í kvöld eru það konurnar. Fimm lög sungin af konum og hafa heillað Euro-...

Fáni Sama ekki leyfður í Eurovision

Ekki er hægt að veifa samíska fánanum þegar söngkonan Agnete Kristín Johnsen keppir fyrir hönd Noregs í Eurovision-söngvakeppninni í næstu viku. Agneta er Sami. Talsmenn Sama í Noregi gagnrýna þetta.

Evrópskt eldhús - kræsilegar karlraddir

Í kvöld höldum við áfram með Eurovision upphitun í eldhúsinu. Við heyrum fram að helgi nokkur lög sem keppa í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2016. Í kvöld heyrum við fimm lög, sungin af karlmönnum sem hafa heillað evrónörd Eldhúsverkanna á...

Ásgeir Helgi Magnússon

Ásgeir Helgi Magnússon sér um sviðsetningu atriðisins Hear them calling. Hér kynnir hann sig í örstuttu myndskeiði.

Greta Salóme er hámenntuð í tónlist

Fulltrúi Íslands í Eurovision þetta árið, Greta Salóme, er hámenntuð í tónlist. Hún hóf Suzuki fiðlunám fjögurra ára gömul, fór síðar í Tónlistarskólann í Reykjavík og þaðan í Listaháskóla Íslands og Stetson University þar sem hún útskrifaðist með...

Gísli Magna og Hafsteinn Þórólfsson

Þeir Gísli Magna Sigríðarson og Hafsteinn Þórólfsson syngja bakraddir með Gretu Salóme í Eurovision 2016. Hér kynna þeir sig í örstuttum myndböndum.

Greta Salóme vinsæl hjá Svíum

Svíar hafa hannað frímerki með regnbogafánanum. Tilgangurinn með nýja frímerkinu er að dreifa boðskap Svía um að fjölbreytileiki sé mikilvægur. Greta Salóme hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð og var fengin til að póstleggja fyrstu póstkortin með...

Eurovision bað Gretu afsökunar á myndinni

Paul Jordan, yfirmaður fjölmiðladeildar Eurovision-keppninnar, segir í skriflegu svari til fréttastofu RÚV að mynd, sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun, hafi verið fjarlægð úr myndagsafni keppninnar að beiðni íslenska hópsins. Þeim hafi...

Forsíðumynd Fréttablaðsins fjarlægð úr safni

Íslenski Eurovision-hópurinn ætlar ekki að tjá sig um forsíðumynd Fréttablaðsins af Gretu Salóme á sviðinu í Stokkhólmi í morgun. Þetta segir Jónatan Garðarsson, fararstjóri íslenska hópsins. Hann segir að Fréttablaðið verði að hafa sína...

Evrópskt eldhús - lögin sem komust ekki út

Í kvöld hefjum við Eurovision upphitun í eldhúsinu. Við heyrum fram að helgi nokkur lög sem keppa í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2016. Á fimmtudaginn heyrum við fimm spennandi lög sungin af karlmönnum og á föstudaginn heyrum við fimm...

Maður fer ekki inn í svona umræður

Áhangendur Eurovision keppninnar saka rússneska flytjandann, Sergey Lazarev, um að herma eftir grafíkvinnslunni sem Greta Salóme notaði í Söngvakeppninni. Umræðan fór af stað eftir að stutt myndband birtist frá fyrstu æfingu Sergey, á sviðinu í...

Eurovision útvarp

Alla leið

Mynd með færslu

Alla leið

30/04/2016 - 20:00
Mynd með færslu

Alla leið

23/04/2016 - 20:00

Facebook

Twitter

Instagram