Eurovision útvarpið

Unbroken

Söngkonan María Ólafsdóttir sigrast á erfiðri fortíð, eitt skref í einu, í yfirgefinni verksmiðju í myndbandinu við framlag Íslendinga til Eurovision 2015. Lagið heitir „Unbroken“ og er samið af upptökustjórateyminu StopWaitGo, skipað þeim Ásgeiri Orra Ásgeirssyni, Pálma Ragnari Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni. Leikstjóri myndbandsins er Andri Páll Alfreðsson.

Ber að ofan með bongótrommu

Eurovisionfararnir María Ólafsdóttir, Friðrik Dór og Ásgeir Orri úr Stop Wait Go gáfu sér tíma til að kíkja á Rás 2 og syngja fyrir hlustendur. Þau réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur.

Breska Ok! segir Maríu meðal þeirra bestu

Breska glanstímaritið Ok! er ákaflega hrifið af framlagi Íslands í Eurovision - laginu Unbroken með Maríu Ólafsdóttur. Henni er líkt við Diönu Vickers sem Bretar féllu fyrir í X-Factor í nokkrum árum og hún sögð ein besta söngkonan í keppninni - hún...

Óvænt til Austurríkis

Fréttir bárust af óvæntri innkomu Heru Bjarkar Þórhallsdóttur í Eruovisionhópinn sem heldur til Aursturríkis í maí. Hera Björk býr í Chile en er nú stödd á landinu.

Myndbandið við „Unbroken“ frumsýnt

Söngkonan María Ólafsdóttir sigrast á erfiðri fortíð, eitt skref í einu, í yfirgefinni verksmiðju í myndbandinu við framlag Íslendinga til Eurovision 2015.

Eurovisionmyndbandið frumsýnt

Myndbandið við framlag Íslendinga til Eurovision, Unbroken, verður frumsýnt í kvöld á RÚV, kl. 19:35 að loknum kvöldfréttum.

„Versta framlag Breta frá upphafi?“

BBC kynnti um helgina framlag Breta í Eurovision-söngvakeppninni í Vínarborg í vor og óhætt er að segja að viðbrögðin hafi verið afar misjöfn. Dálkahöfundur Guardian spyr í fyrirsögn hvort lagið sé versta framlag Breta frá upphafi.

Þýski Eurovision-farinn hættur við

Andreas Kümmert var í gærkvöldi valinn fulltrúi Þýskalands í Eurovision-söngvakeppninni í vor. Kümmert brást við úrslitunum með því að afþakka heiðurinn. Hann gaf engar skýringar á ákvörðuninni. Söngkonan sem lenti í öðru sæti verður því fulltrúi...

Ástralski Eurovision-farinn valinn

Framlag Ástrala í Eurovision liggur fyrir. Ástralía er auðvitað ekki í Evrópu en þar sem þarlendir eru einkar áhugasamir um söngvakeppnina var ákveðið að bjóða ástralska ríkisútvarpinu SBS að senda fulltrúa í keppnina í ár.

Unbroken-myndbandið frumsýnt í næstu viku

Tökur á myndbandi við lagið Unbroken, framlag Íslands í Eurovision í vor, fóru fram um síðustu helgi á Akranesi og í Reykjavík. Myndbandið verður frumsýnt í lok næstu viku og þá gefst þjóðinni jafnframt kostur á að heyra lokaútgáfu lagsins.

Friðrik Dór fer með til Austurríkis

Friðrik Dór Jónsson, sem hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppninni 2015 á laugardagskvöld með lagið Once Again, hefur ákveðið að syngja bakraddir í sigurlaginu Unbroken með Maríu Ólafsdóttur. Þetta staðfesti söngvarinn í samtali við Síðdegisútvarpið á...

Sigraði með fimmtán þúsund atkvæða mun

Lagið Unbroken sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins með tæplega fimmtán þúsunda atkvæða mun. Lagið fékk samanlagt 70.774 atkvæði en lagið Once Again, sem komst áfram í lokaeinvígið, fékk 55.850 atkvæði. Sigurinn var því afgerandi.

Netútsending eftir Söngvakeppnina

Eftir að sjónvarpsútsendingunni lauk í gær var sérstök netútsending send út beint á netinu. Felix Bergson fékk til sín góða gesti, meðal gesta voru þeir Peter Fenner og Reynir Þór Eggertsson sem báðir eru miklir Eurovision spekúlantar.

María fer til Vínarborgar

María Ólafsdóttir verður fulltrúi Íslands í Eurovisipon-söngvakeppninnni í Vínarborg í maí með lagið Unbroken.

Facebook

Twitter

Instagram

Eurovision - Fyrri forkeppni

Eurovsion - Seinni forkeppni

Eurovision Presskit

Members of the press interested in information, pictures and media of Maria and the Icelandic Eurovision Crew can register here