Söngvakeppnin 2016

Tólf lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision söngkeppninni í Stokkhólmi í vor. Flytjendur laganna tólf eru reynsluboltar og nýliðar í bland.

Fyrri undankeppnin fer fram í Háskólabíói laugardaginn 6. febrúar 2016 og sú seinni viku síðar. Úrslitakeppnin fer fram í Laugardalshöll.

Miðsala á Söngvakeppnina er á Tix.is

Óvænt frá Högna og Pollapönki

Gestir í Háskólabíó og sjónvarpsáhorfendur eiga von á góðu á laugardaginn þegar síðari undanúrslitariðill Söngvakeppninnar fer fram í Háskólabíói. Þar troða upp sérstakir gestir eins og síðasta laugardag og að þessu sinni eru að Högni Egilsson,...

Engar áhyggur hjá Lars Lagerbäck

Landsliðsþjálfari Íslendinga, Lars Lagerbäck, hefur engar áhyggjur af gengi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Lars hefur lítið fylgst með keppninni síðustu ár en er fróðari um keppnina en flestir.

Það líður að næstu lotu

Fyrst lotan í Söngvakeppninni var nú um helgina þegar fyrri undanúrslit fóru fram í Háskólabíói. Þrjú lög komust þar áfram í úrslitin og það var kátt í höllinni.. ja eða eiginlega allt brjálað!

Goðsögnin Terry Wogan fallinn frá

Sjónvarps- og útvarpsmaðurinn og Eurovision-goðsögnin Terry Wogan lést í síðustu viku. Hans hefur verið minnst í Bretlandi og af aðdáendum Eurovision um allan heim, enda var hann gríðarlega vinsæll. Hann hafði verið á skjám landsmanna og í útvarpi í...

Og í öðru sæti er...

Söngvakeppnin 2016 stendur sem hæst um þessar mundir og því verður haldið áfram að rifja upp eftirminnileg lög úr keppninni í gegnum tíðina en að þessu sinni er komið að lögunum sem hafa "tapað" eða sem sagt lent í öðru sæti.

Gríðarleg stemning á Söngvakeppninni - myndir

Það var gríðarleg stemmning á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem haldið var í Háskólabíói í gærkvöldi. Lögin sex sem kepptu um þrjú sæti í úrslitum fengu frábærar viðtökur frá troðfullu Háskólabíói, Sturla Atlas og 101 Boys hófu kvöldið...

Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er

Lögin þrjú sem komust áfram í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar í kvöld eru Raddirnar í flutningi Gretu Salome Stefánsdóttur, Óstöðvandi í flutningi Karlottu Sigurðardóttur og Hugur minn er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar...

Páll Óskar söng afmælislag Söngvakeppninnar

Páll Óskar Hjálmtýsson flutti við mikinn fögnuð í kvöld nýtt afmælislag Söngvakeppninnar, Vinnum þetta fyrirfram, að loknum flutningi laganna sex sem keppa í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar. Þrjú lög komast áfram en kosið er á milli þeirra í...

Fluttu sína útgáfu af Gleðibankanum

101 boys, sem skipuð er þeim Sturlu Atlas, Loga Pedro, Jóhanni Kristófer og Unnsteini Manuel, fluttu sína útgáfu af Gleðibankanum í Söngvakeppninni sem hófst núna klukkan átta í Háskólabíói.

Sex lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld

Fyrri undankeppnin í Söngvakeppninni 2016 hefst í Háskólabíói klukkan 20 í kvöld og verður sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Í kvöld verða flutt fyrstu sex lögin af tólf sem keppa um að komast í úrslitaþáttinn, þar sem framlag Íslands í...

Keppendur sungu uppáhalds Eurovisionlögin

Það er mikið hæfileikafólk sem keppir í Söngvakeppninni í ár. Í vikunni mættu keppendur úr fyrri undanúrslitum á Rás 2 og spiluðu sínar útgáfur af uppáhalds Eurovisionlögum í Virkum morgnum.

„Euphoria hefur ekki glatað ljóma sínum“

Sænska söngkonan og Eurovision-stjarnan Loreen er væntanleg til landsins í mánuðinum. Hún kemur fram á lokaæfingu Söngvakeppninnar, 20. febrúar, í Laugardalshöll. Loreen hlakkar til komunnar og segist enn fyllast ánægju þegar hún sér sæluna í...

Nær allir íslensku keppendurnir koma saman

Það eru þrjátíu ár síðan þjóðin valdi Icy-tríóið sem fyrstu fulltrúa sína í Eurovision-söngvakeppninni. Þessum tímamótum verður fagnað með ýmsu móti í ár, með Söndru Kim, Loreen og nær öllum þeim tónlistarmönnum sem keppt hafa fyrir Íslands hönd.

Það byrjar í kvöld

Já, ballið byrjar svo sannarlega í kvöld en þá hefst Söngvakeppnin á RÚV. Þá verða fyrri 6 lögin sem taka þátt í keppninni flutt í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Bein útsending í sjónvarpinu hefst kl. 20.00. Keppnin verður með óvenju glæsilegu...

Facebook

Twitter

Instagram