Mynd með færslu

Eldað með Ebbu

Skemmtilegur og óhefðbundinn matreiðsluþáttur fyrir alla fjölskylduna! Fyrirlesarinn og sjónvarpskokkurinn Ebba sýnir áhorfendum hversu auðvelt er að elda hollan, næringarríkan og umfram allt gómsætan mat úr góðu hráefni. Framleiðandi: Sagafilm.
Næsti þáttur: 26. nóvember 2015 | KL. 20:10

Kúrbítsklattar með myntu

Þessir kúrbítsklattar eru upplagður forréttur en líka léttur kvöldmatur. Þeir eru sívinsælir enda innihalda þeir ekkert nema ljúffeng hráefni sem tala svo vel saman, m.a. egg, heimalagað brauðrasp, myntu, fetaost og rifinn kúrbít. Ég segi það...

Seigar súkkulaðismákökur

Þessar súkkulaðismákökur innihalda allskyns uppáhalds galdrahráefni sem gera þær ómótstæðilegar, eins til dæmis möndlusmjör, macadamiahnetur, dökkt og hvítt súkkulaði. Já, haldið ykkur nú!

Chia-grunnur (fyrir einn)

Chia-fræ eru endalaus uppspretta næringar og vellíðunar. Kannski halda einhverjir að chia-fræ séu bara fyrir einhverja sérkennilega heilsufrömuði, en þau eru fyrir alla þá sem langar til að borða hollan, ljúffengan, fljótlegan og auðmeltan morgunmat...

Glútenlaust múslí

Einu sinni hélt ég að það væri svakalega mikið mál og vesen að búa til múslí – ég skildi ekki af hverju fólk var að gera það sjálft – en það voru algjörar ranghugmyndir hjá mér, því það er leikur einn og svo ótrúlega gaman að hanna sína eigin...

Lárperusalsa

Ég geri alltaf fljótlegustu útgáfuna af lárperusalsanu af því ég er alltaf að drífa mig og mér finnst heldur enginn heima hjá mér kunna að meta of flóknar útgáfur af því. Athugið að salsað er líka sívinsælt álegg á ristað brauð og hrökkkex.

Maríukaka Mörtu vinkonu

Þessi kaka er ein af mínum uppáhalds og ég held að hún eigi þann stað í hjörtum margra. Ég er búin að minnka sykurinn ögn og gera hana aðeins hollari. Það kemur hreint ekki niður á bragðinu!

Þættir í Sarpi

Mynd með færslu

Eldað með Ebbu

(2 af 6) 19/11/2015 - 20:15
Mynd með færslu

Eldað með Ebbu

(1 af 6) 12/11/2015 - 20:15