United Silicon

Segir lánveitingu lífeyrissjóðsins glórulausa

Sjóðfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum gagnrýnir kaup sjóðsins á hlutabréfum í United Silicon og 400 milljóna lánveitingu sjóðsins í mars kallar hann glórulausa. Þá sé aðkoma Arionbanka fullkomlega óeðlileg enda hafi hann umsjón með sjóðnum og virðist...
23.09.2017 - 19:03

United Silicon og fjárfestarnir fjórtán

Rekstur United Silicon hefur verið skrykkjóttur, kísilverið komið í greiðslustöðvun og búið að kæra aðalstofnanda þess Magnús Ólaf Garðarsson fyrir fjárdrátt. Spegillinn hefur undir höndum lista meðhluthafa hans. Félag þeirra gerði...
21.09.2017 - 16:27

Eignast 98,3 prósenta hlut í United Silicon

Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa eignast 98,3 prósenta hlut í United Silicon sem rekur umdeilda kísilverksmiðju í Helguvík. Þetta staðfestir Karen Kjartansdóttir, talsmaður félagsins. Hún vill ekki gefa upp hvaða lífeyrissjóðir þetta eru og...
20.09.2017 - 15:25

Magnús segir ásakanir rangar og tilhæfulausar

Magnús Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, segir að ásakanir á hendur sér séu rangar og tilhæfulausar. Stjórn United Silicon hefur kært Magnús vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Hann á að hafa dregið sér...
12.09.2017 - 17:10

United Silicon og vítin til að varast

Arion banki sá um fjármögnun fyrir United Silicon, lánaði fyrirtækinu, varð hluthafi og fékk þrjá lífeyrissjóði til að bæði lána og gerast hluthafar. Hlutverk bankans beinir athyglinni að tengslum banka og lífeyrissjóða. Spurningin um hvernig bankar...

Arion og lífeyrissjóðir íhuga að kæra Magnús

Arion banki, sem er orðinn langstærsti eigandi United Silicon, íhugar að kæra Magnús Garðarson, stofnanda félagsins, vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot. Útlendingar eiga nú nær ekkert í félaginu en lífeyrissjóðir, sem eiga hlut á móti Arion,...
12.09.2017 - 12:26

Kæra fyrrverandi forstjóra United Silicon

Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til embættis héraðssaksóknara. Það er vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. Stjórnin sendi kæru til embættis...
11.09.2017 - 14:47

Stöðva starfsemi United Silicon

Umhverfisstofnun tók í dag ákvörðun um að stöðva starfsemi kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.
01.09.2017 - 21:34

United Silicon og skortur á gagnsæi

Arion banki leiddi fjármögnun United Silicon og fékk þrjá lífeyrissjóði til að fjárfesta, þar af tvo sjóði sem eru í stýringu hjá bankanum. Þrátt fyrir áreiðanleikakannanir af öllu tagi var kísilverið varla tekið til starfa þegar bera fór á...

Málmur lak úr deiglu hjá United Silicon

Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um eld í verksmiðju United Silicon um eittleytið í dag. Boð kom til neyðarlínu og var mannskapur sendur á vettvang í samræmi við verkferla. Enginn var þó eldurinn og um sjálfvirkt boð að ræða þar sem...
26.08.2017 - 15:37

Kísilverksmiðjan rædd á íbúafundi

Fjölmennur fundur var haldinn í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld á vegum Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík. Fyrir fundinum lá ályktun þar sem biðlað er til Almannavarna að bregðast skjótt við mengun í bænum því réttur íbúa sé að hafa hreint loft.
24.08.2017 - 23:04

Arion banki færir eign í United Silicon niður

Arion banki hefur fært niður 16,3 prósenta eignarhluta sinn í United Silicon. Bankinn á útistandandi átta milljarða króna sem settir voru í fyrirtækið, bæði lán og ábyrgðir. Fyrirtækið er nú í greiðslustöðvun og óljóst með þörf á niðurfærslu...
24.08.2017 - 12:02

Óhöpp í kísilverksmiðju skráð í stílabók

Rúmur mánuður er liðinn frá því United Silicon bar að skila Umhverfisstofnun þremur úrbótaáætlunum vegna frávika í rekstri kísilverksmiðjunnar. Í bréfi sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum og Umhverfisstofnun sendi fyrirtækinu í gær, kemur fram að...
24.08.2017 - 11:46

Rýna bréf Umhverfisstofnunar í dag

United Silicon ætlar í dag að fara yfir bréf Umhverfisstofnunar frá því í gær. Þetta segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Hann segir of snemmt að tjá sig við fjölmiðla um bréfið. Í því segir að...
24.08.2017 - 08:01

Áforma stöðvun United Silicon

Umhverfisstofnun áformar að rekstur kísilverksmiðju United Silicon verði stöðvaður komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða afl hans fari undir tíu megavött. Einnig eru áform um að stöðva starfsemina 10....
23.08.2017 - 20:05