Mývatn

Vill skólphreinsivirki hótels í umhverfismat

Umhverfisstofnun telur að skólphreinsivirki sem fyrirhugað er að reisa samhliða stækkun Hótels Reynihlíðar við Mývatn skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum. Náttúrufræðistofnun Íslands segir í umsögn sinni að ef leyfa á stækkun hótelsins verði...
13.09.2017 - 16:22

Mývatn: Heilbrigðisnefndin hafnar umbótaáætlun

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur hafnað sameiginlegri umbótaáætlun Skútustaðahrepps og rekstraraðila vegna fráveitumála í Mývatni fyrir árin 2017 til 2022. Nefndin er ánægð með undirbúningsvinnuna og þá framtíðarsýn sem birtist í...
03.07.2017 - 20:09

„Megum ekki láta Mývatn eyðileggjast“

Fjármálaráðherra segir til skoðunar í ríkisstjórn hversu mikla fjármuni ríkið geti lagt að mörkum í nýtt skólphreinsikerfi við Mývatn. Þó sé alveg ljóst að heimamenn við Mývatn þurfi að borga hluta kostnaðarins. En ekki megi láta Mývatn eyðileggjast...
18.06.2017 - 20:58

Óvíst að Hótel Reykjahlíð verði stækkað

Óljóst er hvort Flugleiðahótel geta byggt við Hótel Reykjahlíð á bakka Mývatns, eins og fyrirtækið stefnir að. Fyrirtækið kærði umsögn Umhverfisstofnunar sem leggst gegn stækkuninni en úrskurðarnefnd vísaði kærunni frá.
08.05.2017 - 12:10

Frárennsli við Mývatn í lag eftir 3-4 ár

Ekki er raunhæft að ætla að frárennslismál við Mývatn verði komin í viðunandi horf fyrr en eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir sérfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu, sem vann að skýrslu fyrir umhverfisráðuneytið. Niðurstöður hennar voru kynntar...
07.05.2017 - 12:53

„Þeir sem menga verða að borga“

Umhverfisráðherra segir ekki koma til greina að ríkið kosti fráveitumál fyrir hótel eða aðra atvinnustarfsemi við Mývatn. Ríkisstjórnin hefur veitt ráðherra heimild til að ræða við Skútustaðahrepp um úrlausn í fráveitumálum í sveitarfélaginu.
04.05.2017 - 18:13

Skoða hvort styrkja þurfi lög um vernd Mývatns

Umhverfisráðherra hefur nú til skoðunar hvort styrkja þurfi löggjöf um verndun Mývatns í ljós fráveitumála innan verndarsvæðisins „eða hvort skýra þurfi betur verkferla á milli sveitarfélagsins annars vegar og Umhverfisstofnunar hins vegar“. Þetta...
15.04.2017 - 17:35

Verður tilbúin með áætlun sem veltur á ríkinu

Sveitastjórn Mývatns verður tilbúin með tímasetta áætlun um úrbætur í fráveitumálum við Mývatn fyrir 17. júní eins og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur krafist. „Sú áætlun verður þó gerð með þeim fyrirvara að ríkið komi fjármagni...
26.03.2017 - 17:21

Vilja árangur í fráveitumálum fyrir lok árs

Fyrirtæki í ferðaþjónustu í Skútustaðahreppi og sveitarfélagið sjálft hafa fengið frest fram í júní til að leggja fram áætlun um úrbætur í fráveitumálum við Mývatn. Heilbrigðiseftirlitið vill að fráveitan uppfylli kröfur í lok þessa árs.
09.03.2017 - 12:03

Mjög skýrt hver sinnir eftirliti með skólpi

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra á að sjá um eftirlit með skólpi innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár. Þetta var niðurstaða sérstaks fundar sem haldinn var á Akureyri í dag vegna slæmrar stöðu fráveitumála í sveitinni. 
01.03.2017 - 22:00

Takmarkanir á ferðamönnum líklegar

Ef ríkið ræðst ekki í fjármögnun nýs fráveitukerfis í Mývatnssveit, mun heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra takmarka fjölda ferðamanna í sveitinni. Lokaúttekt á Hótel Laxá var gerð í dag þar sem sýni voru tekin úr skólphreinsistöð.
23.02.2017 - 19:15

„Frárennslismál við Mývatn eru í lamasessi“

Hóteleigendur sem græða á staðsetningu sinni við Mývatn fá óhikað að græða á kostnað náttúru vatnsins án afskipta þeirra stofnana sem eiga að gæta náttúru svæðisins. Þetta sagði framkvæmdastjóri Landverndar í Kastljósi í kvöld. Þar var fjallað um...
21.02.2017 - 20:36

Kastljós í kvöld: „Mývatn nýtur ekki vafans“

Fyrirtæki sem seldi hóteli á verndarsvæðinu við Mývatn skólphreinsistöð segir vanhirðu og lélegt eftirlit með henni hafa valdið því að óhreinsað skólp flæddi út í friðlandið. Ekki hafi verið brugðist við ítrekuðum ábendingum fyrirtækisins sem meðal...
21.02.2017 - 12:50

Landvernd kærir fleiri leyfi í Mývatnssveit

Það er ótrúverðugt að Landvernd hafi ekki verið kunnugt um byggingu og starfsemi Hótels Laxár síðastliðið þrjú og hálft ár, að mati lögfræðings Skútustaðahrepps. Sveitarfélagið og umhverfisverndarsamtökin eiga nú í deilum um hótel við Mývatn, sem...
23.01.2017 - 17:00

Hafnar hugmyndum um stækkun hótels við Mývatn

Umhverfisstofnun leggst gegn hugmyndum Icelandair Hotels um stækkun Hótel Reykjahlíðar við Mývatn. Fyrirtækið vill stækka hótelið úr 544 fermetrum í 3556 fermetra, aðeins 50 metra frá bakka Mývatns.
03.11.2016 - 16:00