mansal

Nauðsynlegt að auka vitund allra um mansal

Knut Bråttvik yfirlögregluþjónn í Noregi, sem fæst við mansalsmál, segir mikilvægt að þekking fólks um mansal verði aukin. Allir verðir að leggja sitt af mörkum til að uppræta þessa glæpastarfsemi.
14.09.2017 - 17:15

Bíða gagna í meintu mansalsmáli

Stéttarfélagið Eining-Iðja bíður nú gagna frá veitingastaðnum Sjanghæ, þar sem grunur er um vinnumansal. Grunur leiki á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. Starfsmenn...
31.08.2017 - 09:19

„Verðum að styrkja stöðu þolenda“

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra, segir fulla ástæðu til að breyta lögum þannig að þolendur í mansalsmálum geti stundað atvinnu hér á landi. Styrkja þurfi stöðu þolenda á meðan á rannsókn mansalsmála stendur.
29.06.2017 - 15:59

Mansalsskýrsla ekki áfellisdómur yfir lögreglu

Skýrsla bandarískra stjórnvalda, sem sýnir skort á aðgerðum gegn þrælahaldi á Íslandi, er ekki áfellisdómur yfir lögreglunni, segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar í Reykjavík. Frekar sýni hún að stjórnvöld í heild hafi ekki...
28.06.2017 - 20:59

Kínverjar í vinnuþrælkun víða um heim

Kína hefur verið fært niður í þriðja og neðsta flokk þegar kemur að því að takast á við mansal, samkvæmt nýrri skýrslu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. Í þeim flokki eru einnig Rússland, Sýrland, Suður-Súdan og Íran.
28.06.2017 - 10:32
Erlent · Kína · mansal

Prinsessur dæmdar fyrir mansal

Átta prinsessur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum voru í dag dæmdar fyrir mansal og misnotkun á þjónustufólki sínu fyrir dómi í Brussel. Þær voru dæmdar til 15 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og til greiðslu 165.000 evra hver eða sem...
23.06.2017 - 18:25

Enn margt ógert í mansalsmálum

Áætlun stjórnvalda um aðgerðir gegn mansali rann sitt skeið um áramótin. Ljóst er að lítið hefur áunnist. Úrræði skortir fyrir karlkyns þolendur mansals og löggjöf hefur ekki verið endurskoðuð eins og til stóð. Forgangsraða þurfti aðgerðum vegna...
04.01.2017 - 19:11

Vændismarkaðurinn í Kaupmannahöfn mettaður

Fjölgað hefur verulega í hópi nígerískra kvenna sem seldar eru mansali til Evrópu. Áhrifa þessarar þróunar gætir víða, til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem eru um 300 vændiskonur. Markaðurinn fyrir vændi í borginni er að mettast og færst hefur í aukana...
02.01.2017 - 16:26

Kallar á að mansalsákvæðið verði endurskoðað

Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðuborgarsvæðinu, sem fæst við mansalsmál og vændi segir að umfangsmesta mansalamál og svikamál sem komið hefur upp í Danmörku kalli á að ákvæði um mansala í íslenskum lögum verði endurskoðað.
08.11.2016 - 17:55

„Hvað er það sem þú vilt gera?“

„Ég mun láta allar þínar fantasíur rætast, sama hverjar þær eru. Ég get látið eins og kærastan þín, látið þér líða vel." Eitthvað á þessa leið hljóma auglýsingarnar sem finna má á hinum ýmsu vefsíðum sem auglýsa fylgdarþjónustu í Reykjavík....
21.10.2016 - 19:43

Vinsæl piparsveinateiti talin tengjast vændi

Íslenska lögreglan hafði afskipti af fjórum einstaklingum sem höfðu einhvers konar tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi í viðamikilli aðgerð Europol. Í aðgerðinni, sem var kölluð Ciconia Alba, og lögregluyfirvöld 52 landa tóku þátt í, voru 314...
19.10.2016 - 15:55

Dómarar hafi ekki þekkingu á mansali

Vanþekking dómara er ein ástæða þess að aðeins einu sinni hefur verið sakfellt fyrir mansal. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Verulega aukið fjármagn þurfi til að sporna gegn mansali hér á landi.
25.07.2016 - 22:30

Áætla að nær sjöfalt fleiri séu í ánauð hér

Lítið eftirlit og skortur á aðgerðum gegn mansali, er ástæða alþjóðleg samtök telja það næstum sjö sinnum algengar á Íslandi en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Talið er að um 400 manns séu í ánauð eða þrælkun hér á landi.
08.06.2016 - 18:09