Hælisleitendur

Nær tvöfalt fleiri sækjast eftir vernd

Tæplega tvisvar sinnum fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra. Alls sóttu 626 um alþjóðlega vernd fyrstu sjö mánuði ársins samanborið við 317 í fyrra.
17.08.2017 - 10:17

Listar um örugg ríki ráði ekki afgreiðslu

Rauði krossinn leggst ekki gegn því að afgreiðslu umsókna um hæli verði hraðað en leggur áherslu á að það verði ekki til þess að of stór hluti umsókna verði felldur undir hugtakið tilhæfulausar umsóknir. Þetta segir Arndís A. K. Gunnarsdóttir,...
12.08.2017 - 19:43

Loka í Víðinesi og leita að nýju húsnæði

Útlendingastofnun hefur sagt upp leigu á húsnæði sem stofnunin hafði til afnota fyrir hælisleitendur. Talið er að metfjöldi sæki um alþjóðlega vernd á Íslandi á þessu ári og sviðsstjóri Rauða Krossins segir brýnt að útvega nýtt húsnæði sem fyrst.
07.07.2017 - 07:21

500 umsóknir um hæli á fyrri hluta árs

Eitthundrað og þrjátíu sóttu um hæli á Íslandi í júní. Það sem af er ári hafa fimm hundruð sótt um hæli hér á landi. Það eru áttatíu prósent fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. Ef fram fer sem horfir gætu umsóknir um hæli á Íslandi orðið...
06.07.2017 - 12:34

Ríkislögreglustjóri flutti 70 úr landi í mars

85 sóttu um alþjóðlega vernd í síðasta mánuði en þeir voru 48 í sama mánuði í fyrra. Fjöldi umsókna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs eru sextíu prósent fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Þær voru 223 á þessu ári en 137 í fyrra. Þá flutti...
25.04.2017 - 09:42

Segir að fjölga þurfi ferðum í Víðines

Einfaldasta leiðin til að leysa vandamál hælisleitenda á Víðinesi er tíðari samgöngur þangað, segir verkefnastjóri hælisleitenda hjá Rauða krossinum. Formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur segir hins vegar að finna þurfi úrræðinu annan stað og...
28.03.2017 - 21:23

Víðines: Heilbrigðiseftirlit gagnrýnir aðbúnað

Matur er borinn fram hálfkaldur, þrifum er ábótavant og sápu eða þurrkur vantar við handlaugar. Þetta eru meðal athugasemda sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gert við aðbúnað í Víðinesi, þar sem um sjötíu hælisleitendur eru vistaðir. Þá hafa...
27.03.2017 - 21:59

Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamismunun

Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamismunun og hatri er í dag 21. mars og munu Sameinuðu þjóðirnar beina kastljósinu að flóttamönnum í ár. Þessu vakti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, athygli á á Alþingi í dag.
21.03.2017 - 15:26

Hælisleitendur gætu orðið fleiri en í fyrra

Meira en 160 manns hafa sótt um hæli á Íslandi á fyrstu tíu vikum þessa árs, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Þó að verulega hafi dregið úr fjölda hælisumsókna frá því á síðustu mánuðum ársins 2016, telur Útlendingastofnun líkur á að...
10.03.2017 - 16:53

Kemur ekki til uppsagna hjá kærunefnd

Formaður Kærunefndar útlendingamála segir að líklega komi ekki til uppsagna hjá nefndinni líkt og boðað hafði verið, en til stóð að skera þyrfti niður nefndina úr 19 starfsmönnum í 6, miðað við fjárveitingar frá ríkinu. Kærunefndin mat fjárþörf...
10.03.2017 - 10:53

Sýrlenskur nýbúi fékk þjóðlegt nafn

Hjón með tvö börn, sem flúðu til Íslands frá Sýrlandi í hittifyrra, segjast hvergi annars staðar vilja búa. Fjölskyldunni var í fyrstu synjað um hæli hér, en fyrir ári fékk fjölskyldan dvalarleyfi til eins árs. Nú hefur þeim verið veitt...
05.03.2017 - 19:40

Sorglegt að sjá vantraust meðal flóttamanna

Forstjóri Útlendingastofnunar segir sorglegt að sjá hversu margir flóttamenn óttast að svara spurningum um líf sitt hér á landi af ótta við að svör þeirra verði notuð gegn þeim. Aðeins fimmtán prósent aðspurðra svöruðu í könnun fyrir...
27.02.2017 - 23:03

Meira en hundrað sótt um hæli á þessu ári

Á fyrstu sex vikum ársins hafa meira en hundrað manns sótt um hæli á Íslandi. 26 mál voru tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun í janúar, 19 manns var synjað en sjö fengu hæli.
23.02.2017 - 18:17

Þriðjungur telur að of fáir fá hæli á Íslandi

Meirihluta Íslendinga finnst annaðhvort hæfilega margir fá hæli á Íslandi eða að of fáir fái hæli. Fjórðungur telur að of margir fái hæli á Íslandi.
23.02.2017 - 14:36

Gætu fengið hæli vegna lengri afgreiðslutíma

Formaður kærunefndar útlendingamála telur að starfsemi nefndarinnar verði einungis um 20% af því sem hún er nú, eftir að 13 af 19 starfsmönnum hætta störfum í lok næsta mánaðar. Þetta geti þýtt að hælisleitendur fái hæli á grundvelli...
14.02.2017 - 12:56