Opnað fyrir innsendingar í Söngvakeppnina 2018

Söngvakeppnin 2018 verður haldin í febrúar og mars næstkomandi, en á hádegi í dag verður opnað fyrir innsendingar laga til þátttöku. Hefur verðlaunaféð í Söngvakeppninni verið hækkað úr einni milljón í þrjár. Leitað verður að 12 lögum sem hafa burði...

Eurovision 2018 verður í Lissabon

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður í Lissabon næsta vor. Þetta var tilkynnt rétt í þessu. Verður það í 63. sinn sem keppnin er haldin. Portúgal bar sigur úr býtum í Kænugarði í ár með laginu Amar Pelos Dois en þar til nú...
25.07.2017 - 17:30

Íslendingar horfðu langmest allra á Eurovision

Yfir 180 milljónir sjónvarpsáhorfenda í 42 löndum í Evrópu fylgdust með Eurovision söngvakeppninni í ár. Rétt eins og svo oft áður horfðu Íslendingar hlutfallslega mest á keppnina en um 98% sjónvarpsáhorfenda hér á landi horfðu á úrslitakvöld...
24.05.2017 - 11:22

Bengtsson hjólar í Sobral

Robin Bengtsson, fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision, kemur „skyndibitatónlist“ til varnar og skammast út í Salvador Sobral, sigurvegara keppninnar, fyrir umdeilda sigurræðu.
18.05.2017 - 12:21

Svala í 15. sæti í undanriðlinum

Íslenska framlagið í Eurovision, „Paper“ með Svölu Björgvinsdóttur var nokkuð langt frá því að komast áfram í lokakeppnina. Lagið endaði í 15. sæti af 18 lögum í fyrri undanriðlinum en 10 stigahæstu lögin tryggðu sér sæti í úrslitunum.
13.05.2017 - 23:53

Portúgal sigraði í Eurovision

Portúgalinn Salvador Sobral heillaði Evrópu upp úr skónum í kvöld og fór með sigur af hólmi í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða, með laginu „Amar Pelos Dois“. Í öðru sæti var Búlgaría og í því þriðja var nokkuð óvænt Moldavía. Þetta var fyrsti...
13.05.2017 - 22:35

Íslendingar gáfu Portúgal 12 stig

Björgvin Halldórsson kynnti til sögunnar stig íslensku dómnefndarinnar í Eurovision. Þar fengu Portúgalar 12 stigin, Ástralía fékk 10 og Svíþjóð 8. Í íslensku símakosningunni fékk Portugal einnig 12 stig, Belgía 10 og Svíþjóð 8.
13.05.2017 - 22:16

Eurovision 2017 – úrslit

Bein útsending frá úrslitakeppninni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu en þar keppa 26 þjóðir um sigurinn. Kynnir kvöldsins er Gísli Marteinn Baldursson.
13.05.2017 - 18:42

Eurovision útvarp

Söngvakeppnin 2018

10. febrúar 2018.

Fyrri undankeppni í Háskólabíói.

17. febrúar 2018.

Seinni undankeppni í Háskólabíói.

3. mars 2018.

Úrslit í Laugardalshöll.

Senda inn lag

Senda inn lag og nánar um reglur keppninnar.

Lögin í Eurovision

Úrslitakvöld í Laugardalshöll

Facebook

Twitter

Paper

Svala Björgvinsdóttir

Söngkonan og lagahöfundurinn Svala Björgvinsdóttir er flestum kunn hér á landi enda flutt og samið fjölda þekktra og vinsælla laga allt frá unga aldri. Auk þess hefur Svala náð með tónlist sinni, tónleikahaldi og magnaðri sviðsframkomu gríðarlega góðum árangri á erlendri grundu og þá einkum í Bandaríkjunum. Tónlist Svölu hefur ratað bæði í sjónvarpsþætti og kvikmyndir og komist inn á ýmsa vinsældarlista svo sem á topp 10 smáskífulista iTunes og á topp 30 Billboardlistans í Bandaríkjunum.

 

Árið 1999 skrifaði Svala undir einn stærsta plötusamning, sem íslenskur listamaður hefur nokkru sinni gert, við útgáfurisann EMI. Lagið hennar "The Real Me”, sem hún bæði samdi og flutti, náði feykilegum vinsældum og komst meðal annars í fyrsta sæti í Þýskalandi og Hot 100 Singles listann á Billboard.