Rakel og Arnar í Dagvaktinni

Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson voru gestir Dagvaktarinnar og fluttu þar framlag sitt til söngvakeppninnar í ár, lagið „Til mín“ eftir Hólmfríði Ósk Samúelsdóttur.

Aron Hannes órafmagnaður

Aron Hannes var gestur Dagvaktarinnar og flutti framlag sitt til söngvakeppninnar í ár, Nótt eftir Svein Rúnar Sigurðsson, í órafmagnaðri útgáfu.

RÚV: Vissar áhyggjur af Eurovision í Kænugarði

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að þeir fylgist grannt með stöðu mála í Kænugarði og hafi vissar áhyggjur af tíðindum dagsins. BBC greindi frá því fyrr í dag að 21 starfsmaður í skipulagsteymi Eurovision-keppninnar hefði sagt upp...

Páll Rósinkranz og Kristina í beinni

Söngvakeppnin tók hús á Páli Rósinkrans og Kristinu Bærendssen í beinni útsendingu á facebook í dag. Páll og Kristina syngja lagið „Þú og ég“ eftir Mark Brink í seinni undankeppninni ár, í Háskólabíói 4. mars.

Keppendurnir - Kristina og Páll Rósinkranz

Þau Kristina Bærendssen frá Færeyjum og Páll Rósinkranz syngja saman lagið Þú og ég í keppninni í ár. Kristina er hrædd við köngulær en Páll hræðist ekkert! Við spurðum þau spjörunum úr.

Gauti flytur þekkt íslenskt Eurovision lag

Rapparinn Emmsjé Gauti kemur fram á fyrri undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Háskólabíói þann 25. febrúar og þekur þar sitt uppáhalds íslenska Eurovision lag. Rætt var við Gauta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í dag og reynt að fá upp úr honum hvaða...

Linda í beinni

Linda Hartmannsdóttir semur og flytur lagið Ástfangin í Söngvakeppninni í ár. Við hittum hana í Alþjóðasetrinu og fengum að leggja fyrir hana nokkrar spurningar í beinni útsendingu á Facebook.

Júlí Heiðar og Þórdís Birna í beinni

Við hittum Þórdísi Birnu og Júlí Heiðar í Listaháskólanum og lögðum fyrir þau nokkrar spurningar í beinni útsendingu á Facebook. Júlí og Þórdís flytja lagið Heim til þín í Söngvakeppninni í ár.

Eurovision útvarp

Facebook

Twitter