Svala syngur sigurlag Eurovision 2016

Svala Björgvinsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, birti myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hún flytur lagið 1944, sem sigraði í Eurovision keppninni í fyrra í flutningi hinnar úkraínsku Jamölu.
26.04.2017 - 16:08

Ítalska lagið fær 12 stig frá Íslendingum

Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, kom saman í útvarpshúsinu við Efstaleiti um helgina og spáði í Eurovision keppnina sem fram fer í Úkraínu eftir um tvær vikur. Ítalska lagið fékk flest stig í kosningu félagsmanna,...
26.04.2017 - 15:25

„Paper“ í klúbbvænum búningi

Tónlistarmaðurinn Eðvarð Egilsson hefur sent frá sér nýja og dansvæna útgáfu af Eurovision-lagi Svölu Björgvinsdóttur, „Paper“.
25.04.2017 - 13:47

Íslenska Eurovision-atriðinu lekið á netið

Þessa dagana er íslenski Eurovision-hópurinn að undirbúa atriði Svölu Björgvinsdóttur fyrir keppnina, sem fer fram í Kænugarði 9. - 13. maí. Snemma í morgun kom í ljós að upptaka þar sem atriði Íslands var prufukeyrt með staðgengli hafði lekið á...
24.04.2017 - 17:31

Svala fékk brottfarargjöf frá Daða Frey

Svala Björgvinsdóttir fékk skemmtilega gjöf frá Daða Frey Péturssyni rétt fyrir brottför til Kænugarðs, þar sem hún stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision.

„Ætlar hún að halda í sér andanum?“

Ef það er einhver þjóð jafn Eurovision brjáluð og við Íslendingar, þá eru það Maltverjar, sem senda metnaðarfulla listamenn á hverju ári og þrá ekkert heitar en að sigra í keppninni. Álitsgjafarnir í Alla leið voru sammála um að söngkonan í ár væri...
23.04.2017 - 14:03

„Lag sem ég mun hlusta á um ókomin ár“

Rúmenar komast nær alltaf í úrslit Eurovision og í ár ætla þeir að jóðla. Lagið er vægast sagt sérstakt og eru álitsgjafar í Alla leið alls ekki sammála um ágæti þess. Ari Eldjárn er mjög hrifinn og gefur laginu tíu stig af tólf.
22.04.2017 - 09:47

Svala með órafmagnaða útgáfu af Paper

Svala Björgvinsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision í Úkraínu, birti á Facebook-síðu sinni í gær órafmagnaða útgáfu af laginu Paper. Svala hefur undirbúið sig fyrir keppnina í Los Angeles þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum.
20.04.2017 - 11:58

Eurovision útvarp

Lögin í Eurovision

Úrslitakvöld í Laugardalshöll

Facebook

Twitter

Paper

Svala Björgvinsdóttir

Söngkonan og lagahöfundurinn Svala Björgvinsdóttir er flestum kunn hér á landi enda flutt og samið fjölda þekktra og vinsælla laga allt frá unga aldri. Auk þess hefur Svala náð með tónlist sinni, tónleikahaldi og magnaðri sviðsframkomu gríðarlega góðum árangri á erlendri grundu og þá einkum í Bandaríkjunum. Tónlist Svölu hefur ratað bæði í sjónvarpsþætti og kvikmyndir og komist inn á ýmsa vinsældarlista svo sem á topp 10 smáskífulista iTunes og á topp 30 Billboardlistans í Bandaríkjunum.

 

Árið 1999 skrifaði Svala undir einn stærsta plötusamning, sem íslenskur listamaður hefur nokkru sinni gert, við útgáfurisann EMI. Lagið hennar "The Real Me”, sem hún bæði samdi og flutti, náði feykilegum vinsældum og komst meðal annars í fyrsta sæti í Þýskalandi og Hot 100 Singles listann á Billboard.