Æfingar hafnar fyrir Eurovision – sjáðu brot

Þrátt fyrir að Svala og íslenski Eurovision-hópurinn komi ekki til Kænugarðs fyrr en í kvöld eru aðrir keppendur byrjaðir að æfa sín atriði á stóra sviðinu í tónleikahöllinni í Kænugarði.

„Ætla að leggja mig 150 milljónfalt fram“

„Ég ætla bara að gera mitt allra allra besta auðvitað, leggja mig 150 milljónfalt fram,“ segir Svala Björgvinsdóttir sem lagði á stað ásamt fríðu föruneyti til Kænugarðs eldsnemma í morgun.
30.04.2017 - 09:48

Eurovision-hópurinn lagður af stað til Úkraínu

Ferðalag Svölu Björgvinsdóttur til Kænugarðs hófst í nótt ásamt fríðu föruneyti. Við komuna þangað taka við stífar æfingar þar til hún stígur á svið þriðjudaginn 9. maí og flytur lagið Paper í Eurovision söngvakeppninni.
30.04.2017 - 06:31

Syngur dúett með sjálfum sér

„Ef hausinn á honum springur ekki í lokin, þá verð ég mjög vonsvikin,“ segir Hera Björk um söngvara Króatíu í Eurovision í ár. Hann heitir Jacques Houdek og halda mætti að um fleiri en einn mann væri að ræða þegar hlustað er á lagið.
29.04.2017 - 11:33

Svala kvaddi aðdáendur

Það styttist í stóru stundina hjá Svölu Björgvinsdóttur sem flytur lagið Paper í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva þann 9.maí. Keppnin er haldin í Kænugarði í Úkraínu en Svala og íslenski hópurinn halda utan á sunnudag.

Svala í Kringlunni

Svala Björgvinsdóttir kveðjur aðdáendur sína í Vodafone í Kringlunni klukkan fimm á eftir. Þar mun hún flytja nokkur lög og gefa eiginhandaráritanir. Það styttist í brottför íslenska hópsins til Kænugarðs en þau halda utan á sunnudag. Svala stígur á...
27.04.2017 - 16:24

Svala syngur sigurlag Eurovision 2016

Svala Björgvinsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision í ár, birti myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hún flytur lagið 1944, sem sigraði í Eurovision keppninni í fyrra í flutningi hinnar úkraínsku Jamölu.
26.04.2017 - 16:08

Ítalska lagið fær 12 stig frá Íslendingum

Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, kom saman í útvarpshúsinu við Efstaleiti um helgina og spáði í Eurovision keppnina sem fram fer í Úkraínu eftir um tvær vikur. Ítalska lagið fékk flest stig í kosningu félagsmanna,...
26.04.2017 - 15:25

Eurovision útvarp

Lögin í Eurovision

Úrslitakvöld í Laugardalshöll

Facebook

Twitter

Paper

Svala Björgvinsdóttir

Söngkonan og lagahöfundurinn Svala Björgvinsdóttir er flestum kunn hér á landi enda flutt og samið fjölda þekktra og vinsælla laga allt frá unga aldri. Auk þess hefur Svala náð með tónlist sinni, tónleikahaldi og magnaðri sviðsframkomu gríðarlega góðum árangri á erlendri grundu og þá einkum í Bandaríkjunum. Tónlist Svölu hefur ratað bæði í sjónvarpsþætti og kvikmyndir og komist inn á ýmsa vinsældarlista svo sem á topp 10 smáskífulista iTunes og á topp 30 Billboardlistans í Bandaríkjunum.

 

Árið 1999 skrifaði Svala undir einn stærsta plötusamning, sem íslenskur listamaður hefur nokkru sinni gert, við útgáfurisann EMI. Lagið hennar "The Real Me”, sem hún bæði samdi og flutti, náði feykilegum vinsældum og komst meðal annars í fyrsta sæti í Þýskalandi og Hot 100 Singles listann á Billboard.