Erna Mist órafmögnuð á Rás 2

Erna Mist keppir í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar næsta laugardagskvöld með lagið Skuggamynd. Hún og félagar heimsóttu Huldu G. Geirsdóttur á Rás 2 í dag og tóku þar lagið í órafmagnaðri útgáfu í beinni útsendingu

Rúnar Eff tæklar Ísbjarnarblús

Rúnar Eff mætti til Dodda litla á Rás 2 í dag, en Rúnar tekur þátt í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar í Háskólabíói næsta laugardagskvöld með lagið Mér við hlið. 

Þórdís Birna og Júlí Heiðar í Dagvaktinni

Þau Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Birna Borgarsdóttir keppa í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar næsta laugardagskvöld með lagið Heim til þín. Þau heimsóttu Dodda litla á Rás 2 í dag og tóku þar lagið Sjómannavalsinn í beinni útsendingu.

Rakel og Arnar í Dagvaktinni

Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson voru gestir Dagvaktarinnar og fluttu þar lagið „Í síðasta skipti“ eftir Friðrik Dór.

Aron Hannes órafmagnaður

Aron Hannes var gestur Dagvaktarinnar og flutti framlag sitt til söngvakeppninnar í ár, Nótt eftir Svein Rúnar Sigurðsson, í órafmagnaðri útgáfu.

RÚV: Vissar áhyggjur af Eurovision í Kænugarði

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að þeir fylgist grannt með stöðu mála í Kænugarði og hafi vissar áhyggjur af tíðindum dagsins. BBC greindi frá því fyrr í dag að 21 starfsmaður í skipulagsteymi Eurovision-keppninnar hefði sagt upp...

Páll Rósinkranz og Kristina í beinni

Söngvakeppnin tók hús á Páli Rósinkrans og Kristinu Bærendssen í beinni útsendingu á facebook í dag. Páll og Kristina syngja lagið „Þú og ég“ eftir Mark Brink í seinni undankeppninni ár, í Háskólabíói 4. mars.

Keppendurnir - Kristina og Páll Rósinkranz

Þau Kristina Bærendssen frá Færeyjum og Páll Rósinkranz syngja saman lagið Þú og ég í keppninni í ár. Kristina er hrædd við köngulær en Páll hræðist ekkert! Við spurðum þau spjörunum úr.

Eurovision útvarp

Facebook

Twitter