Samgöngumál

Flugfreyjur kjósa um verkfall hjá Primera

Flugfreyjufélag Íslands hefur efnt til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfall um borð í vélum Primera Air til að knýja á um að flugfélagið geri kjarasamning við flugliða sem hafa starfsstöð á Íslandi. Primera er sakað um löglaus og siðlaus undirboð á...
30.04.2017 - 15:22

Segir aukna umferð vega upp framúrkeyrsluna

Steingrímur J. Sigfússon, sem var fjármálaráðherra þegar ríkið skrifaði undir samkomulag um fjármögnun Vaðlaheiðarganga, segist ekki efast um að framkvæmdin muni standa undir sér að mestu þótt hún sé komin 44 prósent fram úr áætlun og að...
29.04.2017 - 18:23

Enn tafir á flugi til Keflavíkur

Enn eru nokkrar tafir á farþegaflugi til Keflavíkur eftir að flugvél Primera Air rann þar út af flugbraut síðdegis í gær og olli röskun á áætlun. Mörg flug lenda um og yfir tveimur klukkustundum seinna nú í morgun en áætlað var en minni eða engar...
29.04.2017 - 08:18

Keflavíkurflugvöllur opinn á ný - myndskeið

Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er hafin að nýju. Völlurinn lokaðist síðdegis þegar farþegaþota frá Primera Air lenti utan flugbrautar í snjókomu og hálku. Austur-vestur flugbrautin á vellinum var lokuð vegna viðgerða. Eftir að náðist að opna hana...
28.04.2017 - 20:02

Myndskeið: Komnir í gegnum Vaðlaheiði

Gegnumslag var í Vaðlaheiðargöngum upp úr klukkan 15 í dag. Þrír metrar skildu austari og vestari hluta ganganna að. Göngin eiga að komast í gagnið í ágúst 2018.
28.04.2017 - 16:27

Stjórnvöld undirbúa formlegt erindi til ESA

Íslensk stjórnvöld hafa einungis sent Eftirlitsstofnun EFTA svokallaða fortilkynningu um starfsemi Flugþróunarsjóðs. Þetta kemur í svari atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Áður hafði ráðuneytið sagt að tilkynning um...
28.04.2017 - 12:42

Notendagjöld 6 til 15% af flugmiðaverði

Opinber þjónustu-og notendagjöld nema almennt á bilinu 6 til 15 prósentum af verði flugmiða innanlands. Þetta kemur fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um flugfargjöld innan lands....
27.04.2017 - 17:04

Flugþróunarsjóður ekki til meðferðar hjá ESA

Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki borist nein formleg tilkynning frá íslenskum stjórnvöldum um Flugþróunarsjóð og getur því ekki getað ályktað um málefni sjóðsins að svo stöddu. Þetta segir Anne Vestbakke, samskiptastjóri ESA.
27.04.2017 - 13:20

Færð gæti spillst um miðjan dag

Vegagerðin vekur athygli vegfarenda á því að suðvestan- og vestanlands kólnar skarpt næstu klukkustundirnar. Á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði kemur til með að snjóa nokkuð, einkum á milli kl. 12 og 15. Él eftir það....
27.04.2017 - 11:17

Segir Flugþróunarsjóð ekki nýtast sem skyldi

Flugþróunarsjóður getur ekki veitt þann stuðning sem vonast var eftir þar sem hann samræmist ekki reglum Eftirlitsstofnunar EFTA um ríkisstyrki. Því má aðeins veita takmarkað fé úr sjóðnum og það segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands fæla...
27.04.2017 - 08:53

Þriðja vél FÍ sem getur lent á Ísafirði

Flugfélag Íslands hefur fest kaup á þriðju vélinni sem getur lent á Ísafirði. Eftir breytingar á flugvélaflotanum í fyrra voru þær einungis tvær. Framkvæmdastjóri flugfélagsins segir að með vélinni megi frekar bregðast við röskunum á flugi....
26.04.2017 - 12:33

Þrír metrar skilja að Fnjóskadal og Eyjafjörð

Þrír metrar af bergi skilja nú að eystri og vestari hluta Vaðlaheiðarganga. Síðasta sprengjan verður sprengd á föstudag við athöfn, enda um að ræða ákveðin þáttaskil í þessari ferð í gegn um fjallið, sem hefur sannarlega ekki gengið áfallalaust.
26.04.2017 - 12:01

Von á skýrslu um flugslysið í sumar

Drög að lokaskýrslu um flugslysið sem varð við rætur Hlíðarfjalls 2013 hafa nú verið í umsagnarferli í um þrjár vikur. Tveir létust í slysinu. Forsvarsmaður flugsviðs Rannsóknarnefndar flugslysa segir að birting skýrslunnar hafi ekki tekið...
26.04.2017 - 10:38

200 milljónum minna til innanlandsflugvalla

Fjárveitingar ársins 2017 til viðhalds, reksturs og uppbyggingar innanlandsflugvalla verða 200 milljónum króna lægri en árið 2016. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við spurningu þingmanns VG, Ara...
25.04.2017 - 18:45

„Eins og tveir tímar í ódýru spilavíti“

„Sem betur fer var enginn troðinn undir,“ segir Brian J. Cantwell, aðalferðablaðamaður Seattle Times, um heimsókn sína í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Cantwell ritar langan pistil á vef blaðsins undir fyrirsögninni „Ástar- og haturssamband mitt við...
22.04.2017 - 18:45